Hafi notað völd sín til að nauðga konum

MeT­oo - #Ég líka | 25. október 2022

Hafi notað völd sín til að nauðga konum

Fyrrverandi kvikmyndaleikstjórinn Harvey Weinstein notaði völd sín og áhrifamátt í Hollywood til þess að nauðga konum og óttuðust þær að missa feril sinn ef þær segðu frá. Þetta sagði Paul Thomson varahéraðssaksóknari í Los Angeles í gær.

Hafi notað völd sín til að nauðga konum

MeT­oo - #Ég líka | 25. október 2022

Harvey Weinstein hinn 4. október síðastliðinn.
Harvey Weinstein hinn 4. október síðastliðinn. AFP

Fyrrverandi kvikmyndaleikstjórinn Harvey Weinstein notaði völd sín og áhrifamátt í Hollywood til þess að nauðga konum og óttuðust þær að missa feril sinn ef þær segðu frá. Þetta sagði Paul Thomson varahéraðssaksóknari í Los Angeles í gær.

Fyrrverandi kvikmyndaleikstjórinn Harvey Weinstein notaði völd sín og áhrifamátt í Hollywood til þess að nauðga konum og óttuðust þær að missa feril sinn ef þær segðu frá. Þetta sagði Paul Thomson varahéraðssaksóknari í Los Angeles í gær.

Hann sagði Weinstein hafa nýtt sér líkamlega stærð sína sem og völd sín sem „konungur“ kvikmyndaiðnaðarins til þess að ráðast á þolendur sína á hótelherbergjum. Réttarhöld yfir Weinstein hófust í gær, en fyrirhugað er að réttarhöldin standi yfir næstu tvo mánuðina. 

„Þær hræddust að hann gæti eyðilagt feril þeirra ef þær segðu frá því hvað hann gerði við þær,“ sagði Thompson. Hann sagði að kviðdómurinn myndi heyra vitnisburð átta kvenna sem segja Weinstein hafa brotið á sér kynferðislega. 

Hann sagði sögur kvennana ekki tengjast nema að því leyti að Weinstein er sagður vera gerandinn í sögunum. Konurnar tengist ekki innbyrðis og hafi ekki þekkt hvor aðra fyrir. 

Situr nú þegar inni

Weinstein var dæmdur í fangelsi árið 2020 fyrir kynferðisbrot. Hann afplánar nú 23 ára dóm, sem hann var sakfelldur fyrir í New York. 

Nú verða teknar fyrir ellefu ákærur gegn honum. Eru brotin sögð hafa gerst á árunum 2004 til 2013. 

Leikstjórinn, sem neitað hefur sök, á yfir höfði sér meira en 100 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur. 

Weinstein og lögmaður harn Mark Werksman.
Weinstein og lögmaður harn Mark Werksman. AFP

Kynlíf sé söluvara í Hollywood

Lögmaður Mark Weinstein sagði í upphafsræðu sinni í réttarhöldunum að dómsmálið gegn Weinstein væri drifið áfram af tilfinningum, ekki röksýni. Hann sagði að í Hollywood væri kynlíf söluvara. 

„Þetta var viðskiptakynlíf. Það gæti hafa verið óþægilegt og vandræðalegt, en fyrir því var samþykki,“ sagði Werksman. Hann sagði að svona gerðust bara kaupin á eyrinni í Hollywood, þetta gerðu allir. 

„Horfið á hann. Hann er ekki Brad Pitt eða George Clooney. Haldið þið að þessar fallegu konur hafi ákveðið að stunda kynlíf með honum því hann er heitur? Nei. Þær gerðu það því hann var valdamikill,“ sagði Werksman. 

Á níunda tug kvenna

Fyrstu konurnar sem sökuðu Weinstein um kynferðislegt ofbeldi stigu fram í Me Too-bylgujunni sem hófst í október árið 2017. Í heildina hafa hátt í níutíu konur sakað hann um kynferðisbrot, þar á meðal Angelina Jolie, Gwyneth Paltrow og Salma Hayek. 

Áður en konurnar stigu fram var Weinstein og bróðir hans Bob, valdamestu mennirnir í Hollywood. Framleiddu þeir fjölda stórra kvikmynda og stjórnuðu geiranum. 

mbl.is