Fyrsti fundur eftir átökin

Fyrsti fundur eftir átökin

Fyrsti miðstjórnarfundur Alþýðusambands Íslands fer fram í dag eftir gríðarleg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segist ekki vita hvort Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafi boðað sig á fundinn, en Ragnar Þór gegnir stöðu fyrsta varaforseta ASÍ.

Fyrsti fundur eftir átökin

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 26. október 2022

Fyrsti miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag.
Fyrsti miðstjórnarfundur ASÍ fer fram í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrsti miðstjórnarfundur Alþýðusambands Íslands fer fram í dag eftir gríðarleg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segist ekki vita hvort Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafi boðað sig á fundinn, en Ragnar Þór gegnir stöðu fyrsta varaforseta ASÍ.

Fyrsti miðstjórnarfundur Alþýðusambands Íslands fer fram í dag eftir gríðarleg átök innan verkalýðshreyfingarinnar. Kristján Þórður Snæbjarnarson forseti ASÍ segist ekki vita hvort Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR hafi boðað sig á fundinn, en Ragnar Þór gegnir stöðu fyrsta varaforseta ASÍ.

Spurður hvort Ragnar Þór sé búinn að segja af sér embætti varaforseta segir Kristján hann ekki hafa tilkynnt sér það. „Ég hef ekki haft neina vitneskju um að hann sé hættur sem varaforseti.“

Þá vildi Kristján ekki tjá sig um það hvort Ragnar Þór þæði ennþá laun sem fyrsti varaforseti ASÍ.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

mbl.is