Gagnrýndi afskipti þingsins af Samherjamálinu

Samherji í Namibíu | 27. október 2022

Gagnrýndi afskipti þingsins af Samherjamálinu

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi afskipti þingmanna stjórnarandstöðunnar af Samherjamálinu svokallaða á þinginu í dag, þar sem málið var tekið til umræðu.

Gagnrýndi afskipti þingsins af Samherjamálinu

Samherji í Namibíu | 27. október 2022

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi afskipti þingmanna stjórnarandstöðunnar af Samherjamálinu svokallaða á þinginu í dag, þar sem málið var tekið til umræðu.

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gagnrýndi afskipti þingmanna stjórnarandstöðunnar af Samherjamálinu svokallaða á þinginu í dag, þar sem málið var tekið til umræðu.

Hann sagðist ekki vita til þess að héraðssaksóknari væri vanfjármagnaður, líkt og þingmennirnir héldu fram, og lagði hann áherslu á að ákæruvaldið væri sjálfstætt í sínum störfum.

Ísland fallið niður á listanum

Rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands var rætt á Alþingi í dag. Þar gagnrýndu þingmenn í stjórnarandstöðuflokkunum hægagang rannsóknarinnar.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hóf umræðuna.

Hún talaði um gagnrýni OECD og fleiri á íslenska ríkið vegna málsins og sagði að Ísland hafi fallið niður á lista yfir spillingu og sé þar neðst af Norðurlandaþjóðunum.

Gagnrýndi þá Þórhildur Sunna skort á fjármagni til héraðssaksóknara til þess að vinna málið.

Héraðssaksónara skorti ekki fjármagn

Jón Gunnarsson svaraði og sagði embætti héraðssaksóknara ekki vera vanfjármagnað.

„Héraðssaksóknari hefur sjálfur sagt opinberlega að hann sé með fullmannað teymi í rannsókninni og hún gangi sinn gang,“ sagði Jón.

„Ákæruvaldið er sjálfstætt í störfum sínum, hvorki dómsmálaráðherra né ríkisstjórn hafa afskipti af rannsókn einstakra mála. Ef það gerist er hægt að tala um spillingu,“ sagði dómsmálaráðherra.

Málið sé samofið Sjálfstæðisflokknum

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, tók til máls og var ekki sama sinnis og dómsmálaráðherra um fjármögnun héraðssaksóknara.

„Héraðssaksóknari sagði á sínum tíma að hraði rannsóknar væri í beinu samhengi við það fjármagn sem stjórnvöld skammtaði embættinu. Vanfjármögnun bitni einfaldlega á málshraða.“

„Það er augljóslega vilji ríkisstjórnarinnar að embætti Héraðssaksóknara sé áfram vanfjármagnað enda bitnar það á rannsókn málsins sem er samofið Sjálfstæðisflokknum.“

mbl.is