Þingið í raun gerviviðburður

Væringar innan Eflingar | 27. október 2022

Þingið í raun gerviviðburður

Hópur kvenna sem gáfu Sólveigu Önnu Jónsdóttur rauða spjaldið á Jafnréttisþinginu í Hörpu í gær, gagnrýna að Sólveig Anna hafi verið fenginn til þess að flytja erindi um stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, þegar varaforstjóri Eflingar er kvenmaður af erlendum uppruna.

Þingið í raun gerviviðburður

Væringar innan Eflingar | 27. október 2022

Sólveig Anna Jónsdóttir. fékk rautt spjald í gær.
Sólveig Anna Jónsdóttir. fékk rautt spjald í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hópur kvenna sem gáfu Sólveigu Önnu Jónsdóttur rauða spjaldið á Jafnréttisþinginu í Hörpu í gær, gagnrýna að Sólveig Anna hafi verið fenginn til þess að flytja erindi um stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, þegar varaforstjóri Eflingar er kvenmaður af erlendum uppruna.

Hópur kvenna sem gáfu Sólveigu Önnu Jónsdóttur rauða spjaldið á Jafnréttisþinginu í Hörpu í gær, gagnrýna að Sólveig Anna hafi verið fenginn til þess að flytja erindi um stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, þegar varaforstjóri Eflingar er kvenmaður af erlendum uppruna.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir að Sólveig Anna hafi hlotið rauðaspjaldið fyrir að grafa undan þátttöku erlendra kvenna á vinnumarkaði, meðal annars með því að krefja starfsumsækjendur Eflingar um íslensku kunnáttu.

Íslensku kennsla ekki í kjarasamningum

Þar segir einnig að Sólveig hefur ekki sett íslensku kennslu í forgang og hvergi sé minnst á hana í kjarasamningum.

„Þegar hún fékk gagnrýni vegna þess frá samtökum kvenna af erlendum uppruna, sýndi hún þeim athugasemdum engan áhuga,“ segir í tilkynningunni. 

Ekki rætt við erlendar konur

Þær mótmæla líka að Jafnréttisþingið sé haldið í miðri viku og sé eingöngu á íslensku, „sem augljóslega hefur áhrif á þátttöku erlendra kvenna“.

Þingið sé í raun gervi viðburður fyrir Íslendinga, talað er um konur af erlendum uppruna í stað þess að ræða við þær og erfitt sé að sjá hvernig viðburðurinn eigi að hafa jákvæð áhrif á stöður erlendra kvenna, segir í tilkynningunni.

mbl.is