Elvis á leið til landsins

Frægir á Íslandi | 28. október 2022

Elvis á leið til landsins

Breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello er á leið til landsins á næsta ári. Costello mun halda tónleika í Hörpu hinn 28. maí á næsta ári. 

Elvis á leið til landsins

Frægir á Íslandi | 28. október 2022

Elvis Costello er á leið til landsins á næsta ári.
Elvis Costello er á leið til landsins á næsta ári. CARLO ALLEGRI

Breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello er á leið til landsins á næsta ári. Costello mun halda tónleika í Hörpu hinn 28. maí á næsta ári. 

Breski tónlistarmaðurinn Elvis Costello er á leið til landsins á næsta ári. Costello mun halda tónleika í Hörpu hinn 28. maí á næsta ári. 

Um er að ræða ferð sem virðist vera markaðsett fyrir erlenda gesti, en til þess að komast á tónleikana þarf að kaupa fjögurra daga pakkaferð til Íslands. 

Costello greindi frá tíðindunum á YouTube í gær og sagðist lengi hafa hugsað hvenær hann gæti komið aftur til Reykjavíkur, en hann hefur heimsótt landið nokkrum sinnum í gegnum árin. 

Í pakkaferðinni er innifalin fjögurra nótta gisting á Grand hóteli, ferð um gullna hringinn, miði í Fly Over Iceland, aðgangur að Sky Lagoon og auðvitað tónleikar með Costello. 

Ódýrasti miðinn í ferðina kostar rúmar 460 þúsund krónur en dýrasti miðinn rúma milljón krónur.

mbl.is