Missti vinnuna og stofnaði fyrirtæki með ástinni

Áhugavert fólk | 29. október 2022

Missti vinnuna og stofnaði fyrirtæki með ástinni

Gísli Steinar Jóhannesson og kona hans Sarah Chenal störfuðu saman í ferðaþjónustu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Þegar fólk hætti að ferðast og ekkert var að gera í ferðaþjónustunni í faraldrinum ákváðu þau að skipta alfarið um starfsvettvang og stofna Selsíus sem sérhæfir sig í gólfhitafræsingum.

Gísli var annar eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins True Adventure þegar hann hitti Söruh á sveitagistingunni Skeiðflöt þar sem hún starfaði 2017.

Missti vinnuna og stofnaði fyrirtæki með ástinni

Áhugavert fólk | 29. október 2022

Gísli Steinar Jóhannesson og Sarah Chenal reka fyrirtækið Selsíus saman. …
Gísli Steinar Jóhannesson og Sarah Chenal reka fyrirtækið Selsíus saman. Þau störfuðu áður í ferðaþjónustu.

Gísli Steinar Jóhannesson og kona hans Sarah Chenal störfuðu saman í ferðaþjónustu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Þegar fólk hætti að ferðast og ekkert var að gera í ferðaþjónustunni í faraldrinum ákváðu þau að skipta alfarið um starfsvettvang og stofna Selsíus sem sérhæfir sig í gólfhitafræsingum.

Gísli var annar eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins True Adventure þegar hann hitti Söruh á sveitagistingunni Skeiðflöt þar sem hún starfaði 2017.

Gísli Steinar Jóhannesson og kona hans Sarah Chenal störfuðu saman í ferðaþjónustu áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Þegar fólk hætti að ferðast og ekkert var að gera í ferðaþjónustunni í faraldrinum ákváðu þau að skipta alfarið um starfsvettvang og stofna Selsíus sem sérhæfir sig í gólfhitafræsingum.

Gísli var annar eiganda ferðaþjónustufyrirtækisins True Adventure þegar hann hitti Söruh á sveitagistingunni Skeiðflöt þar sem hún starfaði 2017.

„Við kynntumst í Vík í Mýrdal og felldum hugi saman. Eftir það varð ekkert aftur snúið og við urðum par í framhaldinu. Sarah tók má segja fyrsta skrefið því hún smellti kossi á mig,“ segir Gísli brosandi. Þau búa saman á Hellu og líkar vel lífið á Suðurlandi.

Ævintýri í ferðamennsku

Gísli starfaði í fimm ár hjá True Adventure þar sem hann fór í svifvængjaflug með farþega.

„Ég flaug með farþega frá Reynisfjalli og um Suðurlandið. Þetta er var mjög skemmtilegt og var afar vinsælt enda mikil upplifun fyrir fólk að svífa um loftin blá og njóta útsýnisins,“ segir hann.

Gísli seldi sinn hlut í True Adventure árið 2018 og fór að starfa sem jöklaleiðsögumaður hjá Tröllaferðum og Sarah fylgdi honum þangað.

„Við vorum saman í leiðsögumennsku með hópa af ferðamönnum upp á íslenskum jöklum. Við vorum að ganga jökla meira og minna í þrjú ár og það var skemmtilegur tími. Það er yndislegt að vinna við að gera fólk hamingjusamt. Það er ótrúlega gefandi starf. Langflestir af þeim sem við fórum með upp á jökla voru erlendir ferðamenn en það kom líka fyrir Íslendingar skráðu sig inn í jöklaferðir. Við vorum helst að fara með ferðamenn á Sólheimajökul og Kötlujökul. Þetta var mikið ævintýri,“ segir Gísli.

Gísli í svifvængjaflugi en hann starfai áður við það.
Gísli í svifvængjaflugi en hann starfai áður við það.

Fræsa saman gólf

Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á 2020 breyttist allt sem snéri að ferðaþjónustunni.

„Ferðamennskan stoppaði algerlega enda hættu allir að ferðast. Þannig að jöklaferðirnar lögðust einfaldlega af og þá þurfti maður að hugsa upp á nýtt og finna sér atvinnu sem maður hefði bæði gaman af og gæti tryggt manni afkomu. Ég og Sarah settumst niður og ákváðum að stofna fyrirtækið Selsíus sem sér um að fræsa fyrir gólfhita. Ég hafði unnið fyrir Jóhann hjá Gólfhitasögun á Akureyri um tíma og hann hvatti okkur að stofna sambærilega þjónustu á Suðurlandi sem gæti þjónustað höfuðborgarsvæðið líka.

Sarah er með mér á fullu í þessu og það bregður sumum svolítið í brún þegar þeir sjá netta, franska konu í vinnugallanum á fullu á vélunum að fræsa, slípa og flota. Frakkarnir eru mjög nákvæmir og skipulagðir og Sarah er alveg með þessa eiginleika í genunum. Henni finnst ekki ganga það sem við Íslendingar segjum oft „þetta reddast“ og segir okkur stundum nota það sem afsökun að vinna hlutina ekki vel. Það er ekki í boði hjá henni að mæta ekki á réttum tíma eða vera ekki með allt klárt. Við erum að vinna að alls konar verkefnum frá litlum baðherbergjum uppí heilu leikskólana en við sérhæfum okkur í að fræsa fyrir gólfhitalagnir og erum með öflugan tækjabúnað sem gerir okkur kleypt að vinna nánast ryklaust. En við getum skilað af okkur gólfum tilbúnum undir gólfefni,“ segir Gísli og bætir við að flest verkefnin hjá Selsíus séu á höfuðborgarsvæðinu þótt þau vinni raunar út um allt land.

Parið fræsar saman gólf.
Parið fræsar saman gólf.

Forréttindi að vinna saman

Gísli segir að þeim gangi vel að vinna saman eins og að búa saman.

„Það er gaman hjá okkur í vinnunni og okkur finnst báðum forréttindi að vinna saman. Planið var að fara í ferðaþjónustuna aftur en þetta hefur verið skemmtilegt í Selsíus og ég á von á því að við höldum okkur í gólfvinnunni alla vega næstu árin. Okkur líkaði vel að vinna í ferðaþjónustunni þar er maður að skapa minningar og búa til ánægju en maður skilur ekkert eftir sig nema góðar minningar.

Í gólfvinnunni erum við að hjálpa fólki að búa til falleg heimili með lausnum sem endast og ákveðnum þægindum og lúxus eins og hita í gólfi. Við gerum þannig fólk hamingjusamt en skiljum einnig eitthvað sýnilegt eftir okkur,“ segir Gísli en honum ýmislegt til lista lagt en auk vinnunnar í Selsíus selur hann reiðhjólafestingar úr ryðfríu stáli á jakistore.is en festingarnar smíðar hann sjálfur. Hann segir verkefnið ganga vel og hafa reiðhjólafestingarnar verið vinsælar. 

Jöklaferðir voru áður daglegt brauð hjá parinu.
Jöklaferðir voru áður daglegt brauð hjá parinu.
mbl.is