Fox stal stílnum af Sunnevu Einars

Fatastíllinn | 31. október 2022

Fox stal stílnum af Sunnevu Einars

Leikkonan Megan Fox og áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir fengu sömu hugmynd um helgina. Báðar ákváðu þær að klæða sig upp sem kvikmyndastjarnan Pamela Anderson og klæddu kærastar þeirra beggja sig upp sem trommarinn Tommy Lee.

Fox stal stílnum af Sunnevu Einars

Fatastíllinn | 31. október 2022

Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason til vinstri og Megan …
Sunneva Eir Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason til vinstri og Megan Fox og Machine Gun Kelly til hægri. Samsett mynd

Leikkonan Megan Fox og áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir fengu sömu hugmynd um helgina. Báðar ákváðu þær að klæða sig upp sem kvikmyndastjarnan Pamela Anderson og klæddu kærastar þeirra beggja sig upp sem trommarinn Tommy Lee.

Leikkonan Megan Fox og áhrifavaldurinn Sunneva Eir Einarsdóttir fengu sömu hugmynd um helgina. Báðar ákváðu þær að klæða sig upp sem kvikmyndastjarnan Pamela Anderson og klæddu kærastar þeirra beggja sig upp sem trommarinn Tommy Lee.

Hrekkjavakan, sem haldin er í dag, setti mark sitt á skemmtanalíf helgarinnar og margir nýttu tækifærið til þess að halda búningapartí með öllu tilheyrandi. 

Sunneva og kærasti hennar Benedikt Bjarnason sóttu innblástur í töffaralega mynd af parinu frá 1995 þar sem Lee er í leðurjakka og Anderson í svörtu lífstykki. 

Fox og kærasti hennar, tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly, sóttu innblástur í mynd frá sama ári, þegar þau Anderson og Lee mættu á hátíðaropnun Hard Rock Hotel & Casion í Las Vegas. Þá klæddist Anderson rauðum og bleikum latexkjól en Lee var í hvítum hlýrabol og leðurbuxum. 

View this post on Instagram

A post shared by Megan Fox (@meganfox)

Tíska tíunda áratugarins og þau Anderson og Lee hafa notið mikilla vinsælda undanfarna mánuði, ekki síst vegna þáttanna Pam & Tommy sem fjalla um þriggja ára hjónaband þeirra.

mbl.is