Brutu ekki á lögreglumönnum í Ásmundarsalar-máli

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 1. nóvember 2022

Brutu ekki á lögreglumönnum í Ásmundarsalar-máli

Persónuvernd hefur úrskurðað að hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu né nefnd um eftirlit með lögreglu hafi brotið lög gagnvart tveimur lögreglumönnum sem höfðu afskipti af gestum á sýningu í Ásmundarsal fyrir tveimur árum.

Brutu ekki á lögreglumönnum í Ásmundarsalar-máli

Sóttvarnabrot í Ásmundarsal | 1. nóvember 2022

Ásmundarsalur.
Ásmundarsalur. mbl.is//Eggert Jóhannesson

Persónuvernd hefur úrskurðað að hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu né nefnd um eftirlit með lögreglu hafi brotið lög gagnvart tveimur lögreglumönnum sem höfðu afskipti af gestum á sýningu í Ásmundarsal fyrir tveimur árum.

Persónuvernd hefur úrskurðað að hvorki lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu né nefnd um eftirlit með lögreglu hafi brotið lög gagnvart tveimur lögreglumönnum sem höfðu afskipti af gestum á sýningu í Ásmundarsal fyrir tveimur árum.

Kvartað var yfir því að lögreglustjórinn hefði varðveitt tilteknar upptökur úr búkmyndavélum, spilað þær fyrir verjanda sakbornings við skýrslutöku ásamt því að upptökunum hefði verið miðlað til nefndar um eftirlit með lögreglu. Einnig var kvartað yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu nefndarinnar í tengslum við birtingu ákvörðunar nefndarinnar.

Málið kom upp á Þorláksmessu þar sem greint var frá því í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að samkvæmi hefði verið leyst upp, á sama tíma og samkomutakmarkanir voru í gildi vegna kórónuveirunnar, og að „háttvirtur ráðherra í ríkisstjórn Íslands“ hafi verið meðal gesta. Síðar kom í ljós að gesturinn var Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.

mbl.is