Mál Ívars verður endurupptekið fyrir Hæstarétti

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 1. nóvember 2022

Mál Ívars verður endurupptekið fyrir Hæstarétti

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku á markaðsmisnotkunarmáli bankans hvað hlut Ívars varðar, en hann hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti árið 2016. Kemur endurupptakan til vegna vanhæfis dómara við Hæstarétt á sínum tíma vegna hlutabréfaeignar sinnar í bankanum.

Mál Ívars verður endurupptekið fyrir Hæstarétti

Sérstakur gegn Landsbankamönnum | 1. nóvember 2022

Ívar Guðjónsson (á miðri mynd) ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Rúnari …
Ívar Guðjónsson (á miðri mynd) ásamt verjanda sínum, Jóhannesi Rúnari Jóhannssyni, fyrir héraðsdómi á sínum tíma. mbl.is/Árni Sæberg

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku á markaðsmisnotkunarmáli bankans hvað hlut Ívars varðar, en hann hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti árið 2016. Kemur endurupptakan til vegna vanhæfis dómara við Hæstarétt á sínum tíma vegna hlutabréfaeignar sinnar í bankanum.

Endurupptökudómur hefur fallist á beiðni Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, um endurupptöku á markaðsmisnotkunarmáli bankans hvað hlut Ívars varðar, en hann hlaut tveggja ára dóm í Hæstarétti árið 2016. Kemur endurupptakan til vegna vanhæfis dómara við Hæstarétt á sínum tíma vegna hlutabréfaeignar sinnar í bankanum.

Tengist þetta sátt sem íslenska ríkið gerði við Ívar og fleiri í tengslum við málarekstur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu þar sem nokkrir aðilar tölur að brotið hefði verið á réttindum sínum til réttlátrar málsmeðferðar í kjölfar hrunmálanna svokölluðu.

Ríkið gekkst við brotum á mannréttindum

Gekkst ríkið við því að brotið hefði verið á réttindum þeirra, en kom það í kjölfar dóms MDE í máli Styrmis Þórs Bragasonar gegn Íslandi og var í sáttinni tekið fram að aðilar ættu þess kost að óska eftir endurupptöku mála sinna. Var mál Ívars því fellt niður fyrir MDE og óskaði hann formlega eftir endurupptöku þess.

Í röksemdum með beiði Ívars til endurupptökudóms er meðal annars vísað til þess að einn dómari í Hæstarétti hafi verið vanhæfur til að dæma málið vegna eigin hlutabréfaeignar í bankanum. Var þar um að ræða Viðar Már Matthíasson, fyrrverandi Hæstaréttardómara, en hann hafði keypt bréf í bankanum fyrir um 16 milljónir þegar bréfin urðu verðlaus í október 2008. Hefur meðal annars komið fram að hann hafi verið meðal 50 stærstu hluthafa bankans.

Mál Sigurjóns þegar upptekið

Þá er einnig vísað til endurupptökumáls Sigurjóns Árnasonar, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, í bæði Ímon-málinu og umræddu markaðsmisnotkunarmáli. Hafi ákæruvaldið þar komist að þeirri niðurstöðu að dómarinn hefði með réttu átt að víkja sæti sökum vanhæfis og var fallist á niðurstöðu endurupptökunefndar um að taka ætti upp málið. Fyrir Hæstarétti fór ákæruvaldið hins vegar fram á frávísun, sem Hæstiréttur hafnaði og var málið tekið til efnislegrar meðferðar þar sem Sigurjón var sakfelldur á ný. Ríkissaksóknari telur í þessu máli ekki tilefni til að andmæla kröfu Ívars um endurupptöku með vísun í fyrri mál.

Nýlegur frávísunardómur skiptir miklu

Annað atriði skiptir þó máli við ákvörðun endurupptökunnar og tengist það aftur máli Styrmis Þórs. Endurupptökudómur heimilaði þar endurupptöku máls og vísaði því til Hæstaréttar. Fyrir Hæstarétti kom hins vegar fram að nauðsynlegt hefði verið að fá munnlega sönnunarfærslu til að geta dæmt í málinu, en hún getur ekki farið fram fyrir Hæstarétti og hefði endurupptökudómur því átt að vísa málinu til Landsréttar. Þar sem það var ekki gert var málinu vísað frá.

Í ákvörðun endurupptökudóms núna kemur fram að óskað hafi verið eftir afstöðu Ívars og Ríkissaksóknara varðandi hvort vísa ætti málinu til Landsréttar ef fallist yrði á endurupptöku. Lagðist Ívar gegn því og benti á að beiðni hans lúti að því að málið sæti meðferðar og dómsuppsögu á ný í Hæstarétti og að áður hafi mál Sigurjóns verið endurupptekið þar. Ríkissaksóknari taldi hins vegar að vísa bæri málinu til Landsréttar til meðferðar, en Ívar var andvígur því.

Vísar endurupptökudómur til laga um endurupptöku mála þar sem segir að heimilt sé að vísa máli sem dæmt hefur verið í Hæstarétti til meðferðar og dómsuppsögu „að nýju“ í Landsrétti. Leggur dómurinn þá merkingu í þessi orð að þau feli í sér að aðeins mál sem sætt hafi meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti geti verið endurupptekin þar. „Af lögskýringargögnum verður ekki ráðið að til hafi staðið að þetta ákvæði gæti átt við þegar mál hefur ekki áður sætt meðferð og dómsuppsögu í Landsrétti,“ segir í niðurstöðu dómsins sem kemst að því að ekki sé hægt að vísa málinu til Landsréttar.

Hins vegar er sem fyrr segir fallist á endurupptökuna fyrir Hæstarétti.

mbl.is