Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin

Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin

Andri Steinn Hilm­ars­son, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, segist mjög ósattur við þá ákvörðun formanns stjórnar Sjálfstæðisfélags Kópavogs og formanns fulltrúaráðsins í Kópavogi að endanlegur listi landsfundarfulltrúa yrði ekki borinn fyrir stjórnir allra félaga Sjálfstæðisflokksins áður en fulltrúarnir voru sendir til Valhallar til skráningar.

Gerir alvarlegar athugasemdir við vinnubrögðin

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 3. nóvember 2022

Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Andri Steinn Hilmarsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi.

Andri Steinn Hilm­ars­son, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, segist mjög ósattur við þá ákvörðun formanns stjórnar Sjálfstæðisfélags Kópavogs og formanns fulltrúaráðsins í Kópavogi að endanlegur listi landsfundarfulltrúa yrði ekki borinn fyrir stjórnir allra félaga Sjálfstæðisflokksins áður en fulltrúarnir voru sendir til Valhallar til skráningar.

Andri Steinn Hilm­ars­son, bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í Kópa­vogi, segist mjög ósattur við þá ákvörðun formanns stjórnar Sjálfstæðisfélags Kópavogs og formanns fulltrúaráðsins í Kópavogi að endanlegur listi landsfundarfulltrúa yrði ekki borinn fyrir stjórnir allra félaga Sjálfstæðisflokksins áður en fulltrúarnir voru sendir til Valhallar til skráningar.

Unn­ur Berg­lind­ Friðriks­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­fé­lags Kópa­vogs, sagði í færslu á Face­book fyrr í dag að vinnu­brögð sem viðhöfð hafi verið inn­an flokks­ins hafi gengið fram af sér. Kjör­bréfa­nefnd vís­aði þess­um full­yrðing­um for­manns­ins síðar á bug. 

Öllum félögum Sjálfstæðisflokksins er skylt að halda fundi með félagsmönnum sínum til þess að kjósa fulltrúa á landsfund. Þetta er framkvæmdin um allt land. Í Kópavogi kusu formaður stjórnar Sjálfstæðisfélags Kópavogs og formaður fulltrúaráðsins í Kópavogi að fara sína eigin leið í fullu ósamræmi við skipulagsreglur flokksins – lög flokksins,“ segir í færslu Andra Steins á Facebook. 

Hann segist mjög ósáttur við þá ákvörðun, „ og ekki legið á minni skoðun um að það eigi ekki að vera á hendi örfárra stjórnarmanna í félögum að ráðstafa tæplega 130 fulltrúum á landsfundi.

Ég geri alvarlegar athugasemdir við þessi vinnubrögð fulltrúaráðsins og Sjálfstæðisfélags Kópavogs og kalla eftir því að skipulagsreglur Sjálfstæðisflokksins séu virtar í Kópavogi líkt og annars staðar á landinu.



mbl.is