Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í framboðsræðu sinni tvær ástæður vera fyrir því að hann bjóði sig nú fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í framboðsræðu sinni tvær ástæður vera fyrir því að hann bjóði sig nú fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, sagði í framboðsræðu sinni tvær ástæður vera fyrir því að hann bjóði sig nú fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Í fyrsta lagi finnist honum fylgi flokksins vera óásættanlegt og í öðru lagi þar sem búið væri að tapa samtalinu við hinn almenna flokksmann og þjóðina í heild.
Sagði hann jafnframt að núna væri rétti tíminn fyrir breytingar.
Guðlaugur spurði hvers vegna staða flokksins væri ekki betri en hún er og sagði að flokksmenn yrðu að geta tekist á, rætt málin og sagt sína skoðun.
„Ég vil snúa vörn í sókn og finna samhljóminn með gildum Sjálfstæðisflokksins og gildum Íslendinga.“
„Sjálfstæðisflokkurinn er og á alltaf að vera fjöldahreyfing og má aldrei verða einkaklúbbur útvalinna,“ sagði Guðlaugur einnig.
Þá sagðist hann ekki taka í mál þann málflutning að ekki sé hægt að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins.
Sagðist hann sem formaður flokksins ætla að hefjast handa við milliliðalaust samtal við flokksmenn um allt land.
„Stöndum saman, sínum hugrekki, verum óhrædd við breytingar og náum fyrri styrk á ný,“ sagði Guðlaugur í lok ræðu sinnar.