Frambjóðendur til embætti ritara Sjálfstæðiflokksins stikluðu á stóru í framboðsræðum sínum á landsfundi flokksins í dag. Ritaraefnin þrjú kölluðu meðal annars eftir því að sjálfstæðisstefna flokksins yrði gert hærra undir höfði og að kostnaður við þátttöku á fundinum yrði lækkaður.
Frambjóðendur til embætti ritara Sjálfstæðiflokksins stikluðu á stóru í framboðsræðum sínum á landsfundi flokksins í dag. Ritaraefnin þrjú kölluðu meðal annars eftir því að sjálfstæðisstefna flokksins yrði gert hærra undir höfði og að kostnaður við þátttöku á fundinum yrði lækkaður.
Frambjóðendur til embætti ritara Sjálfstæðiflokksins stikluðu á stóru í framboðsræðum sínum á landsfundi flokksins í dag. Ritaraefnin þrjú kölluðu meðal annars eftir því að sjálfstæðisstefna flokksins yrði gert hærra undir höfði og að kostnaður við þátttöku á fundinum yrði lækkaður.
Ræður frambjóðenda til ritara voru síðasti dagskrárliður fundarins í dag en þeim lauk klukkan fimm síðdegis. Að þeim loknum var gert hlé á fundinum sem lýkur á morgun með kosningum.
Frambjóðendum til ritara eru þrír, það eru þau Vilhjálmur Árnason, þingmaður, Helgi Áss Grétarsson, varaborgarfulltrúi, og Bryndís Haraldsdóttir, ritari þingflokksins.
Vilhjálmur Árnason reið á vaðið og rakti sögu sjálfstæðismennsku sinnar. Hann hefði ungur kynnst stefnunni í Skagafirði og seinna gengt formennsku í félagi ungra sjálfstæðismanna þar. Eitt meginstefið í ræðu Vilhjálms var aðgengi landsbyggðarinnar að málefnastarfi flokksins.
Að mati Vilhjálms er það mikilvægt að flokkurinn sé boðberi og helsti talsmaður sjálfstæðisstefnunnar.
„Ef við þorum ekki að boða sjálfstæðisstefnuna, hver þá?“
Þá velti Vilhjálmur því upp of mikill stofnanakeimur væri af flokknum og benti í því samhengi á þann mikla kostnað sem sumir flokksmenn þurfi að punga út til að sækja fundinn. Hann sagði þá fjárhæð geta numið rúmlega hundrað þúsund krónum fyrir einn gest.
„Hvaða skilaboð erum við að senda til unga fólksins, landsbyggðarinnar og þeirra sem hafa minna á milli handanna? Flokkurinn þarf að bæta við sig fólki til þess að geta bætt við sig fylgi.“
Næstur í pontu var Helgi sem sagði í upphafi ræðu sinnar hafa gert ráð fyrir meiri mætingu í ljósi framboðs síns og gantaðist með það hve margir hefðu yfirgefið fundinn eftir að framboðsræðum formanns- og varaformannsefna lauk.
Að mati Helga er að það væri mikilvægt að allir flokksmenn nytu jafnræðis innan hans. Þá sagði hann það hlutverk forystunnar að koma fram við flokksmenn af umhyggju og auðmýkt.
Helgi viðraði í ræðunni áhyggjur sínar af framtíð Sjálfstæðisflokksins, fylgið hefði verið undir því sem hann teldi flokkinn eiga að stefna að og auk þess sagði hann verk að vinna í höfuðborginni.
Þá taldi Helgi sóknarfæri felast í því að upplýsingum yrði miðlað á skilvirkari máta, bæði til flokksmanna og almennra kjósenda en sérstaklega yngri kynslóða og þeirra sem búi yfir takmarkaðri íslenskukunnáttu. Þá vildi Helgi að ritara yrði falið umboð til þess að framkvæma breytingar á þessu sviði.
Þá er það mat Helga að það myndi gagnast honum í starfinu að vera ekki þingmaður samhliða því þar sem hann gæti talað máli grasrótarinnar hispurslaust.
“Það krefst nefnilega hugrekkis að standa með fólkinu á planinu sem við viljum að vinni óeigingjarnt starf í þágu flokksins,“ sagði Helgi í dag.
Bryndís Haraldsdóttir var síðust upp í pontu en meginstef í ræðu hennar var skilvirkari miðlun upplýsinga milli flokksmanna og aukin virðing fyrir sveitarstjórnarstiginu.
Bryndís sagði sveitarstjórnarstigið snerta flesta enda hlutverk stigsins að útvega íbúum nærþjónustu.
Þá gerði Bryndís athugasemd við þær gagnrýnisraddir sem segja forystu flokksins of einhæfa og sagði forystu flokksins dreifða út um land allt á sveitarstjórnarstiginu.
Bryndís varaði við því að gengið yrði of hratt á grasrótina sem hún sagði að væri auðlind flokksins.
Þá sagðist Bryndís sjá Valhöll fyrir sér sem verkfærakistu flokksmanna og þeirra sem ganga erinda flokksins út um land allt. Það væri hlutverk miðstöðvarinnar að vera þjónustumiðstoð sem gæti sýnt flokksmönnum hvernig það geti unnið betur á sínum svæðum.
Bryndís taldi sig vel í stakk búinn til að vera ritari enda nú þegar ritari þingflokks. Sagði hún sinn styrkleika vera mikla reynslu í að sætta sjónarmið og í vinnu með ólíku fólki.
Kosning til ritara Sjálfstæðisflokksins fer fram á morgun samhliða kosningu til formanns. Niðurstöður eru væntanlegar síðdegis.