Þeir sem stýra kosningabaráttum í Bandaríkjunum um þessar mundir var verulega brugðið vegna hópuppsagna starfsfólks Twitter, undir stjórn Elon Musk. Blikur eru á lofti um að sá mannskapur sem eftir stendur muni ekki geta staðið undir álaginu.
Þeir sem stýra kosningabaráttum í Bandaríkjunum um þessar mundir var verulega brugðið vegna hópuppsagna starfsfólks Twitter, undir stjórn Elon Musk. Blikur eru á lofti um að sá mannskapur sem eftir stendur muni ekki geta staðið undir álaginu.
Þeir sem stýra kosningabaráttum í Bandaríkjunum um þessar mundir var verulega brugðið vegna hópuppsagna starfsfólks Twitter, undir stjórn Elon Musk. Blikur eru á lofti um að sá mannskapur sem eftir stendur muni ekki geta staðið undir álaginu.
Fjórir dagar eru til stefnu uns kosið verður í þingkosningum í Bandaríkjunum.
Greint hefur verið frá því að Elon Musk skar starfsmannafjölda fyrirtækisins niður um helming. Þar á meðal heilu teymin sem hafa unnið að því að berjast við upplýsingaóreiðu og falsfréttir í aðdraganda kosninga og verið í samskiptum við blaðamenn, opinbera starfsmenn og starfsfólk kosningaskrifstofa.
Þetta fólk átti að vera á vaktinni gagnvart falsfréttum sem stöfuðu frá erlendum ríkjum, eða annars konar skaðlegri umfjöllun, að því er fram kemur í frétt Washington post. Nú hafa fulltrúar stjórnmálaflokkanna, sem eru vanir að vera í nánum samskiptum við starfsfólk Twitter, tekið eftir því að það tekur fleiri klukkustundir að fá svör og hafa því áhyggjur af því að uppsagnirnar hafi þau áhrif á fyrirtækið að mannskapurinn sem eftir er ráði ekki við álagið.
Elon Musk hefur varið þessa uppsögn með tístum á samskiptamiðlinum, þar sem hann segir að Twitter hafi þurft að þola verulegar tekjuskerðingar vegna áhrifa frá þrýstihópum sem vinni að því markmiði að útrýma tjáningarfrelsi í Bandaríkjunum.
Nánar tiltekið heldur hann því fram að fyrirtækið tapi fjórum milljónum Bandaríkjadala á dag vegna þessa, eða 584 milljónum króna.