Vorkennir flokksmönnum Samfylkingarinnar

Vorkennir flokksmönnum Samfylkingarinnar

„Við þurfum ekkert að vera í neinni vörn vegna þess að við erum yfirburða stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu og við erum í sókn,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins í dag.

Vorkennir flokksmönnum Samfylkingarinnar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 5. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við þurfum ekkert að vera í neinni vörn vegna þess að við erum yfirburða stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu og við erum í sókn,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins í dag.

„Við þurfum ekkert að vera í neinni vörn vegna þess að við erum yfirburða stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu og við erum í sókn,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í framboðsræðu sinni á landsfundi flokksins í dag.

Bjarni talaði meðal annars um mikilvægi þess að vera fyrirmyndir í samfélaginu og sýna hugrekki þegar á móti blæs.

„Þetta eru forréttindi að fá að leiða svona stórt og merkilegt stjórnmálaafl, langstærsta flokkinn í landinu, og þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði hann.

„Ég stend einfaldlega hér fyrir framan ykkur í dag kæru vinir með þá þekkingu sem ég hef og fyrst og fremst þá reynslu sem ég hef aflað mér í mínum störfum fyrir ykkur, fyrir flokkinn, landið. Það er á öllum þessum forsendum sem ég sækist eftir því að fá að halda áfram sem formaður.“

Skaut að Samfylkingunni

Í ræðu sinni sagðist Bjarni vorkenna flokksmönnum Samfylkingarinnar.

„Það hlýtur að vera alveg ömurleg reynsla að dveljast alla daga í eins konar pólitískum bergmálshelli, rífast þar við eigið bergmál og óttast ekkert meira en að hafa skoðun sem gæti orðið óvinsæl á Twitter, þá er dagurinn bara ónýtur.“

Þessu fólki væri fúlasta alvara að vilja taka völdin í landinu og það þyrftu Sjálfstæðismenn að koma í veg fyrir.

„Aldrei kasta grunngildunum, ekki samþykkja Evrópusambandsaðild jafnvel þótt það komi skoðanakönnun í Fréttablaðinu, ekki taka upp nýja stjórnarskrá vegna þess að hún er ekki vandamálið, hún er ekki það sem mun leysa vanda heimilanna eða hjálpa til við að láta draum rætast,“ sagði Bjarni einnig.

mbl.is