Allir flokksmenn hljóti að vilja vera saman í liði

Allir flokksmenn hljóti að vilja vera saman í liði

„Ég hef alltaf verið að leggja áherslu á það að við skilum árangri fyrir fólk, en þetta ákall snýr kannski að því að við séum duglegri í að virkja raddir innan flokksins og vettvang sem getur átt við hverju sinni.“

Allir flokksmenn hljóti að vilja vera saman í liði

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson verður áfram formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég hef alltaf verið að leggja áherslu á það að við skilum árangri fyrir fólk, en þetta ákall snýr kannski að því að við séum duglegri í að virkja raddir innan flokksins og vettvang sem getur átt við hverju sinni.“

„Ég hef alltaf verið að leggja áherslu á það að við skilum árangri fyrir fólk, en þetta ákall snýr kannski að því að við séum duglegri í að virkja raddir innan flokksins og vettvang sem getur átt við hverju sinni.“

Þetta sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við blaðamann mbl.is þegar úrslit urðu ljós, en Bjarni heldur velli sem formaður. Í sigurræðu sinni sagðist Bjarni taka til sín ákall um að það þyrfti að fljúga hærra.

„Það þarf að svara því ákalli að við séum að rækta samtalið áfram en umfram allt held ég að kosningin sýni að ég fékk stuðning við það sjónarmið að við höfum skilað góðum árangri og við værum með áætlun um að halda áfram að skila árangri.“

Flokksmenn hljóti að ætla að vera í einu liði

Nú fékk Guðlaugur Þór þó nokkuð fylgi, sérðu fyrir þér mikla vinnu við að sameina flokkinn eftir þessa kosningu?

„Af minni hálfu lít ég þannig á að við hljótum að ætla að snúa bökum saman allir flokksmenn og vera í einu liði, þannig að ég hef ekki miklar áhyggjur af því á þessum tímapunkti.“

Þannig að þú hefur engar áhyggjur af þessum 600 atkvæðum?

„Nei ég meina Guðlaugur Þór fékk þrjú þúsund atkvæði í prófkjöri fyrir rúmu ári síðan. Hann er oddvitinn í Reykjavík sem er auðvitað lykilkjördæmi á landsvísu og þess vegna var alltaf við því að búast að hann ætti einhvern hóp stuðningsmanna hér á fundinum, en mér finnst sigurinn vera mjög afgerandi.“

Spurður hvað hann taki með sér út úr landsfundinum segist Bjarni finna fyrir ríkum vilja allra flokksmanna fyrir því að taka þátt og vera með.

„Það eru allir tilbúnir til þess að leggja sitt af mörkum, fólk kemur hingað vegna þess að það hefur áhuga á landsmálunum, á pólitíkinni og lætur sig málefni samfélagsins varða og við þurfum að virkja þann áhuga allan með því að finna vettvang og farveg fyrir allan þennan áhuga og auðvitað vil ég gera það,“ segir hann.

Bjarni Benediktsson og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir.
Bjarni Benediktsson og eiginkona hans, Þóra Margrét Baldvinsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ekki að hugsa um afleiðingarnar

Munu þessar niðurstöður hafa einhverjar afleiðingar fyrir starf Guðlaugs innan flokksins?

„Nei ég er ekki að hugsa um neitt slíkt núna á þessum tímapunkti. Ég er bara glaður með þessa niðurstöðu.“

Hvernig ætlarðu að fagna sigrinum?

„Með öllu mínu besta fólki, öllum sem hafa verið að styðja mig. Fjölskyldan mín er með eitthvað planað, ég var ekki með áhyggjur af því fyrirfram.“

mbl.is