Um 80 ökumenn sektaðir við Laugardalshöll

Um 80 ökumenn sektaðir við Laugardalshöll

Lögregla hefur sektað um það bil 80 ökumenn um helgina sem hafa lagt bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Þar af um 40 það sem af er degi.

Um 80 ökumenn sektaðir við Laugardalshöll

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2022 | 6. nóvember 2022

Lögregla hefur sektað um 80 ökumenn um helgina við Laugardalshöll.
Lögregla hefur sektað um 80 ökumenn um helgina við Laugardalshöll. mbl.is/Tómas Arnar

Lögregla hefur sektað um það bil 80 ökumenn um helgina sem hafa lagt bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Þar af um 40 það sem af er degi.

Lögregla hefur sektað um það bil 80 ökumenn um helgina sem hafa lagt bílum sínum ólöglega við Laugardalshöll. Þar af um 40 það sem af er degi.

Þetta staðfestir Aðalsteinn Guðmundsson, varðstjóri hjá umferðardeild lögreglu, í samtali við mbl.is.

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur staðið yfir í Laugardalshöll frá því á föstudag, en nú fer fram kosning í embætti formanns, varaformanns og ritara flokksins.

„Við fylgjumst með þessum svæðum og ef það er fjölmenni einhvers staðar þá veitum við því sérstaka athygli, ef það eru viðburðir í gangi.“ segir Aðalsteinn.

Hann segir þetta þó alls ekki vera neitt Íslandsmet í sektum.

„En það er nóg af lausum stæðum, þannig að það er ekki vandamálið,“ segir hann og bætir við að laus stæði séu í um tveggja mínútna göngufjarlægð frá höllinni.

mbl.is