Getur ekki staðfest á hverju ákvörðunin er byggð

Skotárás á Blönduósi | 8. nóvember 2022

Getur ekki staðfest á hverju ákvörðunin er byggð

„Í þessu eins og öðrum málum er allt tekið til skoðunar, bæði atriði er lúta að sekt og sýknu,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir rannsóknardeild hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um ákvörðun lögreglu að óska ekki eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir sakborningi vegna rann­sóknar á mannsláti á Ólafs­firði.

Getur ekki staðfest á hverju ákvörðunin er byggð

Skotárás á Blönduósi | 8. nóvember 2022

Ólafsfjörður.
Ólafsfjörður. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

„Í þessu eins og öðrum málum er allt tekið til skoðunar, bæði atriði er lúta að sekt og sýknu,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir rannsóknardeild hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um ákvörðun lögreglu að óska ekki eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir sakborningi vegna rann­sóknar á mannsláti á Ólafs­firði.

„Í þessu eins og öðrum málum er allt tekið til skoðunar, bæði atriði er lúta að sekt og sýknu,“ segir Bergur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn yfir rannsóknardeild hjá embætti Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um ákvörðun lögreglu að óska ekki eftir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir sakborningi vegna rann­sóknar á mannsláti á Ólafs­firði.

Fram kom í úr­sk­urði Lands­rétt­ar þegar um­rædd­ur sak­born­ing­ur, sem nú hef­ur verið lát­inn laus, var úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald að hann hafi verið tal­inn hafa verið í bein­um átök­um við hinn látna sem urðu til þess að hann lést. 

Má ætla að um sjálfsvörn hafi verið að ræða?

„Ég get ekki staðfest neitt, nei,“ segir Bergur í samtali við mbl.is.

Getur þú farið nánar út í hvaða skilyrði voru ekki fyrir hendi til þess að fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald?

„Nei, það kemur í rauninni fram í úrskurði héraðsdóms,“ segir hann en þau skilyrði eru samkvæmt 2. mgr. 95. gr. laga nr. 88/2008. Þar segir eftirfarandi:

  • Sakborningur verður því aðeins úrskurðaður í gæsluvarðhald að fram sé kominn rökstuddur grunur um að hann hafi gerst sekur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við, enda hafi hann náð 15 ára aldri. Auk þess verður að vera fyrir hendi eitthvert eftirtalinna skilyrða: a. að ætla megi að sakborningur muni torvelda rannsókn málsins, svo sem með því að afmá merki eftir brot, skjóta undan munum ellegar hafa áhrif á samseka eða vitni, b. að ætla megi að hann muni reyna að komast úr landi eða leynast ellegar koma sér með öðrum hætti undan málsókn eða fullnustu refsingar, c. að ætla megi að hann muni halda áfram brotum meðan máli hans er ekki lokið eða rökstuddur grunur leiki á að hann hafi rofið í verulegum atriðum skilyrði sem honum hafa verið sett í skilorðsbundnum dómi, d. að telja megi gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum sakbornings ellegar hann sjálfan fyrir árásum eða áhrifum annarra manna.
  • Einnig má úrskurða sakborning í gæsluvarðhald þótt skilyrði a–d-liðar 1. mgr. séu ekki fyrir hendi ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið afbrot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að ætla megi varðhald nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.

Snorri Sturluson, lögmaður mannsins, sagði í samtali við mbl.is í morgun að hann hafi ekki fengið frek­ari skýr­ing­ar á breyttri af­stöðu lög­regl­unn­ar, frá því að upp­haf­lega var farið fram á gæslu­v­arðhald. 

Manndrápsmálið á Blönduósi

Lögreglan á Norðurlandi eystra fer einnig fyrir rannsókn á mann­dráps­mál á Blönduósi í ág­úst þar sem tvennt lét lífið. 

Segir Bergur að málið sé enn til rannsóknar hjá lögreglu og sé því ekki komið í ákærumeðferð hjá héraðssaksóknara.

mbl.is