Sá grunaði á Ólafsfirði látinn laus

Manndráp á Ólafsfirði | 8. nóvember 2022

Sá grunaði á Ólafsfirði látinn laus

Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Ólafsfirði í byrjun október hefur verði látinn laus úr haldi lögreglu. 

Sá grunaði á Ólafsfirði látinn laus

Manndráp á Ólafsfirði | 8. nóvember 2022

Ólafsfjarðarkirkja.
Ólafsfjarðarkirkja. mbl.is/Sigurður Bogi

Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Ólafsfirði í byrjun október hefur verði látinn laus úr haldi lögreglu. 

Maður sem grunaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Ólafsfirði í byrjun október hefur verði látinn laus úr haldi lögreglu. 

Þetta staðfestir Snorri Sturluson, lögmaður mannsins, í samtali við mbl.is. 

Hann segir að gæsluvarðhald yfir manninum hafi runnið út í gær og að ekki hafi verið farið fram á framlengingu þess að hálfu lögreglu. 

Aðspurður, segist Snorri að lögreglan hafi ekki talið forsendur fyrir áframhaldandi gæsluvarðhaldi yfir skjólstæðingi sínum. 

Að morgni þriðja október voru fjögur handtekin eftir að tilkynning barst um að karlmaður hafi verið stunginn með eggvopni á Ólafsfirði. Þrjú þeirra hafa stöðu sakborninga; tveir karlmenn og ein kona. 

Fram kom í úrskurði Landsréttar þegar umræddur sakborningur, sem nú hefur verið látinn laus, var úrskurðaður í gæsluvarðhald að hann hafi verið talinn hafa verið í beinum átökum við hinn látna sem urðu til þess að hann lést. 

mbl.is