Afar mikilvægur sigur fyrir demókrata

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Afar mikilvægur sigur fyrir demókrata

Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.

Afar mikilvægur sigur fyrir demókrata

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

John Fetterman heilsar kjósendum á leið sinni á kjörstað að …
John Fetterman heilsar kjósendum á leið sinni á kjörstað að morgni þriðjudags. AFP

Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.

Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.

Þetta varð ljóst rétt í þessu, en fréttastofa NBC hefur lýst hann sigurvegara samkvæmt kosningaspá sinni, sem byggist á þegar töldum atkvæðum.

Fetterman hefur þá þegar lýst yfir sigri.

Missti forskotið

Framboð Fettermans hefur falið í sér helstu von demókrata um að ná sæti í öldungadeildinni úr höndum repúblikana. Augu allra stjórmálaskýrenda og beggja flokka hafa því verið á ríkinu undanfarna mánuði.

For­skot Fetterm­ans á keppi­naut sinn, sjón­varps­lækn­inn Meh­met Oz, úr röðum re­públi­kana, hafði á sama tíma gjörsamlega gufað upp.

Í aðdraganda kosninganna mátti vart sjá á milli þeirra í niður­stöðum kann­ana í rík­inu.

Fékk heilablóðfall í maí

Fetterm­an er enn að jafna sig á heila­blóðfalli sem hann varð fyr­ir í maí.

Af­leiðing­ar þess settu mark sitt á einu kapp­ræðurn­ar sem fram­bjóðend­urn­ir tveir hafa átt, þar sem demó­krat­inn átti erfitt með að koma skila­boðum sín­um á fram­færi.

Fram­boð Fetterm­ans hef­ur málað Oz upp sem mold­rík­an tæki­færissinna frá New Jers­ey, sem lít­il tengsl hafi við ríkið og sömu­leiðis lít­il tengsl við al­menna borg­ara.

And­stæðing­ar Fetterm­ans hafa á sama tíma dregið í efa getu hans til að stjórna, í kjöl­far heila­blóðfalls­ins, auk þess sem hann hef­ur verið gagn­rýnd­ur fyr­ir að hafa skipað fyr­ir um of mjúka lög­gæslu í rík­inu, sem vara­rík­is­stjóri Penn­sylvan­íu.

mbl.is