Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.
Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.
Demókratinn John Fetterman vararíkisstjóri Pennsylvaníu hefur verið kjörinn öldungadeildarþingmaður fyrir hönd ríkisins á Bandaríkjaþingi.
Þetta varð ljóst rétt í þessu, en fréttastofa NBC hefur lýst hann sigurvegara samkvæmt kosningaspá sinni, sem byggist á þegar töldum atkvæðum.
Fetterman hefur þá þegar lýst yfir sigri.
Framboð Fettermans hefur falið í sér helstu von demókrata um að ná sæti í öldungadeildinni úr höndum repúblikana. Augu allra stjórmálaskýrenda og beggja flokka hafa því verið á ríkinu undanfarna mánuði.
Forskot Fettermans á keppinaut sinn, sjónvarpslækninn Mehmet Oz, úr röðum repúblikana, hafði á sama tíma gjörsamlega gufað upp.
Í aðdraganda kosninganna mátti vart sjá á milli þeirra í niðurstöðum kannana í ríkinu.
Fetterman er enn að jafna sig á heilablóðfalli sem hann varð fyrir í maí.
Afleiðingar þess settu mark sitt á einu kappræðurnar sem frambjóðendurnir tveir hafa átt, þar sem demókratinn átti erfitt með að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Framboð Fettermans hefur málað Oz upp sem moldríkan tækifærissinna frá New Jersey, sem lítil tengsl hafi við ríkið og sömuleiðis lítil tengsl við almenna borgara.
Andstæðingar Fettermans hafa á sama tíma dregið í efa getu hans til að stjórna, í kjölfar heilablóðfallsins, auk þess sem hann hefur verið gagnrýndur fyrir að hafa skipað fyrir um of mjúka löggæslu í ríkinu, sem vararíkisstjóri Pennsylvaníu.