Hinsegin kona ríkisstjóri í fyrsta sinn

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Hinsegin kona ríkisstjóri í fyrsta sinn

Demókratinn Maura Healey bar sigur úr býtum í ríkisstjórakosningu í í Massachusetts. Healey er frysta konan, sem opinberlega hefur lýst því yfir að hún sé samkynhneigð, til þess að verða ríkisstjóri í Bandaríkjunum. 

Hinsegin kona ríkisstjóri í fyrsta sinn

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Fagnað á kosningavöku Healey í nótt.
Fagnað á kosningavöku Healey í nótt. AFP/Joseph Prezioso

Demókratinn Maura Healey bar sigur úr býtum í ríkisstjórakosningu í í Massachusetts. Healey er frysta konan, sem opinberlega hefur lýst því yfir að hún sé samkynhneigð, til þess að verða ríkisstjóri í Bandaríkjunum. 

Demókratinn Maura Healey bar sigur úr býtum í ríkisstjórakosningu í í Massachusetts. Healey er frysta konan, sem opinberlega hefur lýst því yfir að hún sé samkynhneigð, til þess að verða ríkisstjóri í Bandaríkjunum. 

Healey skráði sig einnig á spjöld sögunnar þegar hún varð fyrsta hinsegin manneskjan til að hljóta kjör sem ríkissaksóknari í Bandaríkjunum. 

Fjölmiðlar lýstu yfir sigri Healey skömmu eftir að fyrstu tölur tóku að berast í ríkinu. LGBTQ+-samfélagið í Bandaríkjunum hefur fagnað sigri Healey ákaflega.

Regnbogalitirnir voru í forgrunni kosningaefnis Healey.
Regnbogalitirnir voru í forgrunni kosningaefnis Healey. AFP/Joseph Prezioso
mbl.is