Nánast öruggt að fulltrúadeildin fari til repúblikana

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Nánast öruggt að fulltrúadeildin fari til repúblikana

Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.

Nánast öruggt að fulltrúadeildin fari til repúblikana

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Kevin McCarthy hefur leitt repúblikana sem leiðtogi minnihlutans, en með …
Kevin McCarthy hefur leitt repúblikana sem leiðtogi minnihlutans, en með allar líkur á að repúblikanir vinni fulltrúadeildina hefur hann hug á því að verða forseti deildarinnar. AFP/Sarah Silbiger

Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.

Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.

Í New York Times er sagt að repúblikanar séu með 206 sæti en demókratar aðeins 177, svo tölur eru aðeins á reiki. Hins vegar sýna allar tölur að öll líkindi séu á því að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni eins og spáð hafði verið fyrir kosningarnar.

Það þýðir að starf Nancy Pelosi, sem gegnir embætti forseta fulltrúadeildarinnar, fer frá demókrötum yfir til repúblikana.

Nancy verður í minnihlutanum

Vitað var að Kevin McCarthy fulltrúi frá Kaliforníu hefur haft augastað á starfinu, enda hefur hann verið leiðtogi minnihlutans í deildinni. Nú rétt í þessu var hann að tilkynna að hann hygðist bjóða sig fram í embætti forseta fulltrúadeildarinnar.„Við munum verða í meirihluta og Nancy Pelosi verður í minnihlutanum,“ sagði McCarthy þegar hann tilkynnti ætlun sína áðan.

McCarthy vann mótkeppanda sinn, Marisu Wood, með yfirburða sigri, eða 67,6% atkvæða gegn 32,4%.

mbl.is