Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.
Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.
Það er nánast öruggt að repúblikanar munu vinna meirihluta sæta í fulltrúadeildinni en eins og stendur eru þeir með 206 sæti og demókratar með 187, samkvæmt CNN.
Í New York Times er sagt að repúblikanar séu með 206 sæti en demókratar aðeins 177, svo tölur eru aðeins á reiki. Hins vegar sýna allar tölur að öll líkindi séu á því að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni eins og spáð hafði verið fyrir kosningarnar.
Það þýðir að starf Nancy Pelosi, sem gegnir embætti forseta fulltrúadeildarinnar, fer frá demókrötum yfir til repúblikana.
Vitað var að Kevin McCarthy fulltrúi frá Kaliforníu hefur haft augastað á starfinu, enda hefur hann verið leiðtogi minnihlutans í deildinni. Nú rétt í þessu var hann að tilkynna að hann hygðist bjóða sig fram í embætti forseta fulltrúadeildarinnar.„Við munum verða í meirihluta og Nancy Pelosi verður í minnihlutanum,“ sagði McCarthy þegar hann tilkynnti ætlun sína áðan.
McCarthy vann mótkeppanda sinn, Marisu Wood, með yfirburða sigri, eða 67,6% atkvæða gegn 32,4%.