Önnur tilraun Abrams misheppnaðist

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Önnur tilraun Abrams misheppnaðist

Repúblikaninn Brian Kemp ríkisstjóri Georgíu hefur náð endurkjöri. Þetta fullyrðir fréttastofa NBC og byggir á útreikningum eftir töldum atkvæðum.

Önnur tilraun Abrams misheppnaðist

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Stacey Abrams á blaðamannafundi á mánudag.
Stacey Abrams á blaðamannafundi á mánudag. AFP

Repúblikaninn Brian Kemp ríkisstjóri Georgíu hefur náð endurkjöri. Þetta fullyrðir fréttastofa NBC og byggir á útreikningum eftir töldum atkvæðum.

Repúblikaninn Brian Kemp ríkisstjóri Georgíu hefur náð endurkjöri. Þetta fullyrðir fréttastofa NBC og byggir á útreikningum eftir töldum atkvæðum.

Demókratinn Stacey Abrams, sem einnig atti kappi við Kemp um embættið árið 2018, lýtur því aftur í lægra haldi. Framboð hennar það ár vakti heimsathygli, ekki síst í ljósi baráttu hennar fyrir auðveldara aðgengi almennings til kosninga.

Þá lítur út fyrir að Kemp muni hljóta meira en 50% greiddra atkvæða. Þar með mun ekki þurfa að kjósa aftur á milli efstu tveggja frambjóðendanna, eins og lög í ríkinu kveða á um.

Ríkisstjórinn Brian Kemp.
Ríkisstjórinn Brian Kemp. AFP

Neitaði að fara að fyrirmælum Trumps

Baráttan um þetta ríkisstjóraembætti hafði vakið einna mesta athygli í þessum kosningum, en alls eru lyklar að 36 ríkisstjórabústöðum á lausu.

Á undanförnum vikum hefur Kemp þó náð góðu forskoti á Abrams og hafa flestar kannanir sýnt hann með meira en sex prósentustiga forskot.

Ríkisstjórinn hefur ekki notið stuðnings fyrrverandi forsetans Donalds Trumps, eftir að hann neitaði að fylgja fyrirmælum hans um að fella úr gildi niðurstöður forsetakosninganna síðustu.

mbl.is