Óvæntar vendingar vestanhafs?

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Óvæntar vendingar vestanhafs?

Ekki eru lengur taldar yfirgnæfandi líkur á að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Óvæntar vendingar vestanhafs?

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Starfsfólk á kjörstað í Detroit í Michigan sver eið áður …
Starfsfólk á kjörstað í Detroit í Michigan sver eið áður en það tekur við vakt í talningunni. AFP

Ekki eru lengur taldar yfirgnæfandi líkur á að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Ekki eru lengur taldar yfirgnæfandi líkur á að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Þetta hefur orðið ljóst á undanfarinni klukkustund, eftir því sem sífellt fleiri atkvæði eru talin upp úr kjörkössunum vestanhafs.

Nate Cohn, sem fer fyrir stjórnmálagreiningarhópi New York Times, segir að ekki verði hægt að fullyrða um úrslitin í fulltrúadeildinni í bráð.

Sigur demókrata í deildinni, þ.e. að þeir haldi meirihluta sínum, er þá ekki lengur aðeins fræðilegur möguleiki að hans sögn.

Á grafinu hér að neðan má sjá spá RealClearPolitics fyrir kosningarnar samkvæmt könnunum í aðdraganda þeirra. Talið var að repúblikanar næðu í það minnsta tiltölulega naumum meirihluta í fulltrúadeildinni.

Yfirleitt tapar flokkurinn sem er með Hvíta húsið

Öll 435 þing­sæti full­trúa­deild­ar­inn­ar eru und­ir í kosningunum, auk um þriðjungs öld­unga­deild­ar­inn­ar, en þar er kjör­tíma­bil þing­manna sex ár í stað tveggja í neðri deild­inni.

Úrslitin eru einnig tvísýn í öldungadeildinni, en við því var búist fyrir fram.

Yf­ir­leitt er regl­an sú að sá flokk­ur sem held­ur um taum­ana í Hvíta hús­inu, þegar kem­ur að miðkjör­tíma­bils­kosn­ing­um, tap­ar fjölda þing­sæta þar sem kjós­end­ur reyna að tempra vald ríkj­andi for­seta.

Bjuggust við 15-25 sætum yfir til repúblikana

Að meðaltali hef­ur tapið numið 26 sæt­um í full­trúa­deild­inni, þegar litið er allt aft­ur til enda­loka heims­styrj­ald­ar­inn­ar síðari. Að sama skapi hef­ur ráðandi flokk­ur­inn að jafnaði tapað fjór­um sæt­um í öld­unga­deild­inni.

Kann­an­ir þetta ár hafa að mestu gefið til kynna að sú verði einnig raun­in þessu sinni.

Stjórn­mála­skýrend­ur bjuggust fyrir fram við því að re­públi­kan­ar myndu bæta við sig 15 til 25 sæt­um í full­trúa­deild­inni, en það myndi nægja til að tryggja flokkn­um völd­in þar að nýju.

Fréttastofa NBC spáir því nú, á sjötta tímanum að íslenskum tíma, að repúblikanar nái 219 þingsætum. 218 sæti þarf fyrir meirihluta. Í spánni eru þó gefin skekkjumörk upp á 13 sæti, til eða frá.

mbl.is