Penélope Cruz á leið til Íslands

Frægir á Íslandi | 9. nóvember 2022

Penélope Cruz á leið til Íslands

Evrópska kvikmyndaakademían tilkynnti í gær hverjir eru tilnefndir í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en þau verða haldin hér á landi í Hörpu, 10. desember næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum.

Penélope Cruz á leið til Íslands

Frægir á Íslandi | 9. nóvember 2022

Penélope Cruz er á leið til Íslands í tengslum við …
Penélope Cruz er á leið til Íslands í tengslum við Evrópsku kvikmyndaverðlaunin.

Evrópska kvikmyndaakademían tilkynnti í gær hverjir eru tilnefndir í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en þau verða haldin hér á landi í Hörpu, 10. desember næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum.

Evrópska kvikmyndaakademían tilkynnti í gær hverjir eru tilnefndir í aðalflokkum Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna en þau verða haldin hér á landi í Hörpu, 10. desember næstkomandi. Hátíðin er haldin annað hvert ár í Berlín en þess á milli í öðrum evrópskum borgum.

Leikkonan Penélope Cruz mun mæta á hátíðina í Hörpu en hún er tilnefnd sem besta leikkonan fyrir Parallel Mothers. Breski leikarinn Kenneth Branagh, sem er tilnefndur fyrir besta handritið fyrir BELFAST, og sænski leikstjórinn Ruben Östlund sem er tilnefndur fyrir bestu evrópsku kvikmyndina, besta leikstjórann og besta handritið fyrir kvikmyndina Triangle of Sadness.

Leikarinn Elliott Crosset Hove tilnefndur sem besti evrópski leikarinn fyrir leik sinn í kvikmyndinni GODLAND eftir íslenska leikstjórann Hlyn Pálmason.

Þetta er í 35. skipti sem kvikmyndaverðlaunin eru haldin og að því tilefni var ákveðið í fyrsta sinn að kynna tilnefningar með myndbandi. Framleiðslan var unnin í samstarfi Evrópsku kvikmyndaakademíunnar og Íslandsstofu. Íslenski leikstjórinn Arnar Helgi Atlondres var fenginn til að leikstýra myndbandinu þar sem Ísland spilar stórt hlutverk ásamt tónlist eftir tónskáldið Atla Örvarsson. Fólk úr íslenska kvikmyndaiðnaðinum var fengið til að kynna tilnefningarnar, má þar nefna Baltasar Kormák, Halldóru Geirharðsdóttur og Benedikt Erlingsson. 

Nóvember er tileinkaður evrópskri kvikmyndagerð en allar kvikmyndirnar sem eru tilnefndar sem besta kvikmynd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna verða sýndar í Bíó Paradís. Einnig verða sérstakar spurt og svarað sýningar með heiðursverðlaunahöfum, ásamt fjölda sérviðburða í Bíó Paradís. Sýningarnar munu fara fram aðdraganda verðlaunanna. 

Tilnefningar eru eftirfarandi:

Besta evrópska kvikmyndin:

ALCARRÀS, leikstjóri Carla Simón, framleidd af María Zamora, Stefan Schmitz, Tono Folguera og Giovanni Pompili. (Spánn/Ítalía)

CLOSE, leikstjóri Lukas Dhont, framleidd af Michiel Dhont, Dirk Impens, Michel Saint-Jean, Laurette Schillings, Arnold Heslenfeld, Frans van Gestel og Jacques-Henri Bronckart (Belgía/Frakkaland/Holland)

CORSAGE, leikstjóri Marie Kreutzer, framleidd af Alexander Glehr, Johanna Scherz, Bernard Michaux, Jonas Dornbach, Janine Jackowski, Maren Ade & Jean-Christophe Reymond  (Austurríki/ Luxemburg/ Þýskaland/Frakkland)

HOLY SPIDER, leikstjóri Ali Abbasi, framleidd af Sol Bondy & Jacob Jarek (Danmörk/Þýskaland/ Svíþjóð/ Frakkland)

TRIANGLE OF SADNESS, leikstjóri Ruben Östlund, framleidd af Erik Hemmendorff & Philippe Bober (Svíþjóð/ Þýskaland/ Frakkland/ Bretland)

Besta evrópska heimildamyndin:

A HOUSE MADE OF SPLINTERS, leikstjóri Simon Lereng Wilmont (Danmörk/ Svíþjóð/ Finnland/ Úkraína)

GIRL GANG, leikstjóri Susanne Regina Meures (Sviss)

MARIUPOLIS 2, leikstjóri Mantas Kvedaravičius (Litháen/ Frakkland/ Þýskaland)

THE BALCONY MOVIE, leikstjóri Paweł Łoziński (Pólland)

THE MARCH ON ROME, leikstjóri Mark Cousins (Ítalía)

Besti evrópski leikstjórinn:

Lukas Dhont fyrir CLOSE

Marie Kreutzer fyrir CORSAGE

Jerzy Skolimowski fyrir EO

Ali Abbasi fyrir HOLY SPIDER

Alice Diop fyrir SAINT OMER

Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS

Besta evrópska leikkonan:

Vicky Krieps fyrir CORSAGE

Zar Amir Ebrahimi fyrir HOLY SPIDER

Léa Seydoux fyrir ONE FINE MORNING

Penélope Cruz fyrir PARALLEL MOTHERS

Meltem Kaptan fyrir RABIYE KURNAZ VS. GEORGE W. BUSH

Besti evrópski leikarinn:

Paul Mescal fyrir AFTERSUN

Eden Dambrine fyrir CLOSE

Elliott Crosset Hove fyrir GODLAND

Pierfrancesco Favino fyrir NOSTALGIA

Zlatko Burić fyrir TRIANGLE OF SADNESS

Besta evrópska handritið:

Carla Simón og Arnau Vilaró fyrir ALCARRÀS

Kenneth Branagh fyrir BELFAST

Lukas Dhont og Angelo Tijssens fyrir CLOSE

Ali Abbasi og Afshin Kamran Bahrami fyrir HOLY SPIDER

Ruben Östlund fyrir TRIANGLE OF SADNESS

mbl.is