Repúblikanar ná sigri í lykilríki

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Repúblikanar ná sigri í lykilríki

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Ron John­son heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði and­stæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.

Repúblikanar ná sigri í lykilríki

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Öld­unga­deild­aþingmaður­inn Ron John­son
Öld­unga­deild­aþingmaður­inn Ron John­son AFP/Chip Somodevilla/Getty Images

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Ron John­son heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði and­stæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn Ron John­son heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði and­stæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.

Þetta varð ljóst rétt í þessu en Johnson sigraði Barnes með 50,5% atkvæða gegn 49,3%. Þetta er í þriðja sinn sem Johnson, sem er 67 ára gamall, er kjörinn þingmaður. 

Fyrr­ver­andi for­set­inn Barack Obama hef­ur gagn­rýnt John­son sem mann „sem skil­ur bet­ur skatta­afslætti fyr­ir einka­flug­vél­ar en hann skil­ur að tryggja þurfi að eldri borg­ar­ar, sem hafa unnið allt sitt líf, geti farið á eft­ir­laun og haldið í virðingu sína“.

Repúblikanar eru nú með 49 þingsæti í öldungadeildinni en demókratar 48.

Demó­krat­ar þurfa 50 sæti til að halda meiri­hluta sín­um í öld­unga­deild­inni en re­públi­kan­ar þurfa 51. Ástæðan er sú að ef sæt­in skip­ast jafnt á milli flokka þá hef­ur demó­krat­inn Kamala Harris, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, úr­slita­at­kvæðið.

Enn er beðið niðurstaðna úr þremur lykilríkjum til þess að ljóst verði hvaða flokkur er með meirihluta í öldungadeildinni. Það eru Georgía, Arizona og Nevada. 

mbl.is