Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði andstæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.
Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði andstæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.
Öldungadeildarþingmaðurinn Ron Johnson heldur þingsæti sínu fyrir Wisconsin-ríki eftir að hann sigraði andstæðing sinn, demókratann Mandela Barnes.
Þetta varð ljóst rétt í þessu en Johnson sigraði Barnes með 50,5% atkvæða gegn 49,3%. Þetta er í þriðja sinn sem Johnson, sem er 67 ára gamall, er kjörinn þingmaður.
Fyrrverandi forsetinn Barack Obama hefur gagnrýnt Johnson sem mann „sem skilur betur skattaafslætti fyrir einkaflugvélar en hann skilur að tryggja þurfi að eldri borgarar, sem hafa unnið allt sitt líf, geti farið á eftirlaun og haldið í virðingu sína“.
Repúblikanar eru nú með 49 þingsæti í öldungadeildinni en demókratar 48.
Demókratar þurfa 50 sæti til að halda meirihluta sínum í öldungadeildinni en repúblikanar þurfa 51. Ástæðan er sú að ef sætin skipast jafnt á milli flokka þá hefur demókratinn Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, úrslitaatkvæðið.
Enn er beðið niðurstaðna úr þremur lykilríkjum til þess að ljóst verði hvaða flokkur er með meirihluta í öldungadeildinni. Það eru Georgía, Arizona og Nevada.