Þjóðin orðin þreytt á pólitísku þrasi

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Þjóðin orðin þreytt á pólitísku þrasi

Joe Biden kom fram í Hvíta húsinu upp úr klukkan 16 í dag að staðartíma og hélt ræðu og tók síðan við spurningum frá fréttamönnum. Hann sagði að dagurinn í dag væri góður dagur fyrir lýðræðið og vísaði þar í óvenju gott gengi síns flokks í kosningunum í gær.

Þjóðin orðin þreytt á pólitísku þrasi

Kosningar í Bandaríkjunum 2022 | 9. nóvember 2022

Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt ræðu í dag í Hvíta …
Joe Biden forseti Bandaríkjanna hélt ræðu í dag í Hvíta húsinu. AFP/Mandel Ngan

Joe Biden kom fram í Hvíta húsinu upp úr klukkan 16 í dag að staðartíma og hélt ræðu og tók síðan við spurningum frá fréttamönnum. Hann sagði að dagurinn í dag væri góður dagur fyrir lýðræðið og vísaði þar í óvenju gott gengi síns flokks í kosningunum í gær.

Joe Biden kom fram í Hvíta húsinu upp úr klukkan 16 í dag að staðartíma og hélt ræðu og tók síðan við spurningum frá fréttamönnum. Hann sagði að dagurinn í dag væri góður dagur fyrir lýðræðið og vísaði þar í óvenju gott gengi síns flokks í kosningunum í gær.

Metfjöldi mætti á kjörstað eða kaus í forkosningum sem er óvanalegt fyrir miðkjörtímabilskosningar og hafa demókratar hugsanlega grætt á því, en allar líkur eru á að repúblikanar nái meirihluta í fulltrúadeildinni og mjög mjótt er á mununum í öldungadeildinni, svo úrslit geta fallið á hvorn veginn sem er.

Engar skattahækkanir nema á þá ríkustu

Biden fór um víðan völl í ræðu sinni. Hann kvaðst starfa fyrir bandarísku þjóðina og sagði að draumur og loforð landsins um að fátækir gætu færst milli stétta lifði góðu lífi. Þá lofaði hann að enginn sem þénaði minna en 400 þúsund dali á ári mættu eiga von á að borg hærri skatta, heldur þyrftu þeir ofurríku að borga meira í samneysluna.

Síðar varð forsetanum tíðrætt um að Bandaríkjamenn væru orðnir þreyttir á pólitísku þrasi og skaut á MAGA-arm Repúblikanaflokksins sem hann sagði að væri ekki dæmigerður fyrir venjulega repúblikana sem væri upp til hópa mesta sómafólk. Hann sagðist líka horfa vonaraugum til ungs fólks í landinu sem hann sagði að væri vel menntað og ætti framtíðina fyrir sér.

Mun sagan endurtaka sig

Fyrsta spurningin sem hann fékk úr salnum var um að 75% Bandaríkjamanna telja þjóðina á rangri leið. Biden sagði að um leið og fólk vissi hvað verið væri að gera myndi það breytast. „Þekkir þú einhvern sem vill borga meira fyrir lyfin sín?,“ spurði hann og tók fleiri dæmi í sama dúr.

Hann var einnig spurður um hvort hann byggist ekki við mikilli fyrirstöðu í fulltrúadeildinni ef repúblikanar fengju meirihluta, eins og hann ætti að muna vel eftir sem varaforseti í forsetatíð Barack Obama. Biden sagðist ekki hafa áhyggjur af því, enda væri munurinn miklu minni en var þá. „Ég er viss um að við getum unnið saman og komið mörgu í verk.“

Stjórna því ekki hvað þeir gera

Annar blaðamaður spurði hann um fyrirætlanir repúblikana um að leggja til miklar rannsóknir á fjölskyldu hans og ekki síst syni hans, Hunter Biden. „Gangi þeim bara vel með það,“ sagði hann. „Ég get ekki stjórnað því hvað þeir gera. Ég get bara reynt að gera lífið betra fyrir bandarísku þjóðina,“ sagði Biden.

Biden sagðist alltaf hafa hugsað sér að sitja í tvö kjörtímabil ef það tækist, en hann myndi samt ekki staðfesta framboð fyrr en eftir áramótin.

mbl.is