Joe Biden Bandaríkjaforseti segist feginn eftir niðurstöður þingkosninganna í Bandaríkjunum í fyrradag þar sem demókrötum tókst að verja fjölmörg þingsæti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist feginn eftir niðurstöður þingkosninganna í Bandaríkjunum í fyrradag þar sem demókrötum tókst að verja fjölmörg þingsæti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist feginn eftir niðurstöður þingkosninganna í Bandaríkjunum í fyrradag þar sem demókrötum tókst að verja fjölmörg þingsæti.
Repúblikanar geta enn og eru taldir líklegir til að ná stjórn á öldungadeild þingsins en Biden hefur bent á að hin svokallaða rauða bylgja sem ríða átti yfir Bandaríkin varð ekki að veruleika.
Enn er ekki ljóst hvor flokkurinn nær stjórn á fulltrúadeild þingsins. Úrslit þriggja ríkja munu ráða því og ekki er hægt að segja fyrir um úrslit í þeim.
Alvanalegt er að flokkur í meirihluta fulltrúadeildarinnar við upphaf kjörtímabils, sem nú eru demókratar, tapi þingmönnum á því miðju.
Repúblikanar voru margir hverjir bjartsýnir á niðurstöðu kosninganna, ekki síst vegna þess að verðbólgan í Bandaríkjunum er sú mesta í fjörutíu ár og vinsældir Joes Bidens mælast ekki miklar.
Útgönguspár gefa til kynna að kjósendur hafi með atkvæðum sínum viljað refsa repúblikönum fyrir herferð sína gegn réttindum kvenna til aðgengis að þungunarrofi.
Í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagði Biden að niðurstöðurnar gerðu honum kleift að anda léttar.
„Þetta var góður dagur, ég held að þetta hafi verið góður dagur fyrir lýðræðið,“ sagði hann. Biden bætti því við að bjartsýni hans hefði átt rétt á sér.