Stjörnum prýdd útför rappara

Justin Bieber | 10. nóvember 2022

Stjörnum prýdd útför rappara

Búist er við að hver stórstjarnan á fætur annarri muni stíga á svið í jarðarför rapparans Takeoff sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum aðeins 28 ára að aldri.

Stjörnum prýdd útför rappara

Justin Bieber | 10. nóvember 2022

Stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu …
Stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu koma fram í jarðaför rapparans Takeoff. Samsett mynd

Búist er við að hver stórstjarnan á fætur annarri muni stíga á svið í jarðarför rapparans Takeoff sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum aðeins 28 ára að aldri.

Búist er við að hver stórstjarnan á fætur annarri muni stíga á svið í jarðarför rapparans Takeoff sem var skotinn til bana í Bandaríkjunum aðeins 28 ára að aldri.

Fram kemur á vef TMZ að stefnt sé að því að heiðra rapparann með minningarathöfn á föstudaginn þar sem stjörnur á borð við Justin Bieber og Aliciu Keys munu koma fram.

Takeoff var í rappsveitinni Migos sem spilaði hér á Íslandi árið 2017, en hann var skotinn til bana í Houston í Texas. Skotárásin átti sér stað í keiluhöll í borginni en Takeoff var úrskurðaður látinn á staðnum. 

Miðarnir seldust upp samstundis

Bieber vann með Migos í tveimur lögum, What You See og Looking for You. Keys var ekki í beinu samstarfi við rapparann, en hún kom fram á Donda 2-tónleikum Kanyes Wests í febrúar ásamt Migos. 

Miðar á minningarathöfnina seldust upp samstundis eftir að þeir fóru í sölu á þriðjudaginn, en íbúar Georgíu fengu ókeypis miða. Þá hefur komið fram að þeir sem mæta á minningarathöfnina muni ekki fá að taka síma sína með í athöfnina.

mbl.is