Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.
Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.
Íranskir dómsstólar hafa dæmt einstakling til dauða fyrir að hafa meðal annars kveikt í opinberri byggingu og fyrir samsæri um að fremja glæp gegn þjóðaröryggi.
Glæpur hins sakfellda tengist þátttöku hans í mótmælunum sem geisað hafa í landinu síðustu mánuði. Um er að ræða fyrsta dauðadóminn sem tengist þátttöku í mótmælunum.
Hörð mótmæli gegn klerkastjórninni hafa geisað í landinu eftir dauða hinnar 22 ára gömlu Mahsa Amini. Hún lét lífið þremur dögum eftir að hún var handtekin af hinni alræmdu siðgæðislögreglu fyrir að brjóta íslamskar reglur um klæðaburð kvenna.