Búið er að setja upp nýtt viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og í morgun blikkuðu þar gul viðvörunarljós, sem virtust þó ekki hafa mikinn fælingarmátt á ferðamenn.
Búið er að setja upp nýtt viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og í morgun blikkuðu þar gul viðvörunarljós, sem virtust þó ekki hafa mikinn fælingarmátt á ferðamenn.
Búið er að setja upp nýtt viðvörunarkerfi í Reynisfjöru og í morgun blikkuðu þar gul viðvörunarljós, sem virtust þó ekki hafa mikinn fælingarmátt á ferðamenn.
Á meðfylgjandi mynd má sjá fjölda ferðamanna spóka sig í fjörunni og nokkrir eru þar alveg niðri við brimið.
Samkvæmt skiltinu þýða gul viðvörunarljós að miðlungs mikil hætta sé fyrir hendi. Og þá eigi fólk ekki að ganga út á gula svæðið.
Þá kemur skýrt fram að á svæðinu séu hættulegar ólagsöldur og að fólk skuli halda sig í öruggri fjarlægð frá briminu.
Nokkur banaslys hafa orðið í Reynisfjöru á síðastliðnum árum þegar öldur hafa hrifið fólk út á haf. Síðast lést þar erlendur ferðamaður í júní og í kjölfarið skapaðist töluverð um ræða um aðgengi ferðamanna að Reynisfjöru og hvernig væri hægt að koma í veg fyrir banaslys.
Enn er unnið að frágangi á viðvörunarkerfinu og er búist því að því ljúki á næstu dögum.
Notast er við öldusporakerfi Vegagerðarinnar á grunnsævi til að stýra viðvörunarljósunum.