Beint: Fundað um auðlindina á Akureyri

Fiskveiðistjórnunin | 15. nóvember 2022

Beint: Fundað um auðlindina á Akureyri

Síðasti opni fundurinn á landsbyggðinni um sjávarauðlindina undir merkjum „Auðlindin okkar“ fer nú fram í Hofi á Akureyri. Um er að ræða lið í stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í málefnum fiskveiðiauðindarinnar.

Beint: Fundað um auðlindina á Akureyri

Fiskveiðistjórnunin | 15. nóvember 2022

Fjórði og síðasti opni fudnurinn um auðlindina fer fram á …
Fjórði og síðasti opni fudnurinn um auðlindina fer fram á Akureyri. mbl.is/Hafþór Hreiðarsson

Síðasti opni fundurinn á landsbyggðinni um sjávarauðlindina undir merkjum „Auðlindin okkar“ fer nú fram í Hofi á Akureyri. Um er að ræða lið í stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í málefnum fiskveiðiauðindarinnar.

Síðasti opni fundurinn á landsbyggðinni um sjávarauðlindina undir merkjum „Auðlindin okkar“ fer nú fram í Hofi á Akureyri. Um er að ræða lið í stefnumótun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, í málefnum fiskveiðiauðindarinnar.

Fundurinn er sá fjórði í röðinni, en áður hefur verið fundað á Ísafirði, Eskifirði og Vestmannaeyjum. Fudnurinn er í beinu streymi hér neðar í fréttinni, en neðst gefst kostur á að bera upp spurningar.

Fundarstjóri fundarins á Akureyri er Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar. Rebekka Hilmarsdóttir, sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fyrrum bæjarstjóri Vesturbyggðar, mun halda erindi um verkefnið Auðlindin okkar og vinnu starfshópa þess. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra mun einnig flytja erindi.

Þá taka þátt á fundinum þau Ingunn Agnes Kro, framkvæmdastjóri Jarðvarma og formaður starfshópsins Tækifæri, Freydís Vigfúsdóttir, sérfræðingur í matvælaráðuneytinu og fulltrúi í starfshópshópnum Umgengni, Eggert Benedikt Guðmundsson, verkfræðingur og formaður starfshópsins Aðgengi, Hreiðar Þór Valtýsson, dósent, Háskólinn á Akureyri og fulltrúi í starfshópnum Samfélag og Mikael Rafn L. Steingrímsson, sérfræðingur hjá matvælaráðuneytinu.

mbl.is