Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, svaraði á Alþingi í dag gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna um fyrirhugað slit á ÍL-sjóð.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, svaraði á Alþingi í dag gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna um fyrirhugað slit á ÍL-sjóð.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, svaraði á Alþingi í dag gagnrýni frá þingmönnum stjórnarandstöðuflokkanna um fyrirhugað slit á ÍL-sjóð.
Hún segir að fjárlaganefnd hafi ekki fengið neitt í hendurnar frá fjármálaráðherra um að slíta sjóðnum, þrátt fyrir að hann hafi sagt í viðtali að hann myndi gera það innan „einhverra vikna“.
Stjórnarandstaðan gagnrýndi það að meirihluti fjárlaganefndar vilji ekki fá utanaðkomandi lögfræðiálit til þess að kanna lögmæti á að setja ÍL-sjóð í þrot.
„Alla jafna reynum við að verða við öllu því sem um er beðið,“ sagði Bjarkey í ræðu sinni á Alþingi.
„Hvað varðar þetta tiltekna lögfræðiálit [...] þegar og ef að það kemur upp mál, þrátt fyrir að fjármálaráðherra hæstvirtur hafi sagt þetta í viðtali að hann hyggist leggja fram mál um að slíta sjóðnum innan einhverra vikna, þá höfum við ekki fengið neitt í hendurnar enn þá.“
„Ef við fengjum mál til okkar þar og þörf væri talin á því að fá sérstakt álit umfram það sem við værum með í höndunum, þá myndum við að sjálfsögðu verða við því. Við erum ekki formlega með neitt mál í höndunum.“
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði Bjarkey fara með rangt mál.
„Þetta er einfaldlega rangt sem kemur fram. Það er mál í fjárlaganefnd um þetta. Skýrsla fjármálaráðherra um ÍL-sjóð,“ segir Björn Leví.
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, sagði mikilvægt fyrir þingið að láta rannsaka málið því það muni enda fyrir dómstólum ef frumvarpið verði keyrt í gegn fyrir áramót.
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, segir meirihlutann síendurtekið valta yfir minnihlutann í nefndum. Hún spyr hvernig sé hægt að treysta orðum fjármálaráðherra eftir klúðrið með söluna á Íslandsbanka.