Skilyrði Úkraínumanna „óraunhæf“

Úkraína | 15. nóvember 2022

Skilyrði Úkraínumanna „óraunhæf“

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á G20-ráðstefnunni í Indónesíu að skilyrði Úkraínumanna fyrir því að hefja á nýjan leik samningaviðræður við Rússa væru „óraunhæf“.

Skilyrði Úkraínumanna „óraunhæf“

Úkraína | 15. nóvember 2022

Sergei Lavrov í Indónesíu.
Sergei Lavrov í Indónesíu. AFP

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á G20-ráðstefnunni í Indónesíu að skilyrði Úkraínumanna fyrir því að hefja á nýjan leik samningaviðræður við Rússa væru „óraunhæf“.

Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði á G20-ráðstefnunni í Indónesíu að skilyrði Úkraínumanna fyrir því að hefja á nýjan leik samningaviðræður við Rússa væru „óraunhæf“.

Á ráðstefnunni var settur mikill þrýstingur á Rússa um að binda enda á stríðið í Úkraínu.

 „Öll vandamálin eru hjá Úkraínu, sem neitar staðfastlega að fara í samningaviðræður og setur fram skilyrði sem eru augljóslega óraunhæf,“ sagði Lavrov við blaðamenn.

Hann sagðist hafa nefnt þetta á fundi sínum með Emmanuel Macron Frakklandsforseta og að hann hafi útskýrt afstöðu Rússa í viðræðum við Olaf Scholz, kanslara Þýskalands.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu. AFP

Embættismenn Rússa og Úkraínumanna héldu þó nokkrar samningalotur við upphaf stríðsins, þar á meðal með aðkomu Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta, en þær báru ekki árangur.

Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir úkraínsk stjórnvöld ekki geta samið við Rússa á meðan Vladimír Pútín Rússlandsforseti er við völd.

mbl.is