Twitter-aðgangur Trumps orðinn virkur

X | 20. nóvember 2022

Twitter-aðgangur Trumps orðinn virkur

Twitter-aðgangur Donalds Trumps er aftur orðinn virkur eftir að eigandi samfélagsmiðilsins, Elon Musk, setti þar upp skoðanakönnun þar sem naumur meirihluti studdi endurkomu Bandaríkjaforsetans fyrrverandi þangað.

Twitter-aðgangur Trumps orðinn virkur

X | 20. nóvember 2022

Donald Trump flytur ræðu fyrir helgi.
Donald Trump flytur ræðu fyrir helgi. AFP/Alon Skuy

Twitter-aðgangur Donalds Trumps er aftur orðinn virkur eftir að eigandi samfélagsmiðilsins, Elon Musk, setti þar upp skoðanakönnun þar sem naumur meirihluti studdi endurkomu Bandaríkjaforsetans fyrrverandi þangað.

Twitter-aðgangur Donalds Trumps er aftur orðinn virkur eftir að eigandi samfélagsmiðilsins, Elon Musk, setti þar upp skoðanakönnun þar sem naumur meirihluti studdi endurkomu Bandaríkjaforsetans fyrrverandi þangað.

Trump var bannaður á Twitter snemma á síðasta ári fyrir þátt sinn í árásinni á bandaríska þinghúsið 6. janúar það ár þegar æstir stuðningsmenn hans reyndu að snúa við úrslitunum í forsetakosningunum.

„Fólkið hefur talað. Aðgangur Trumps snýr aftur,“ tísti Musk, stuttu eftir að skoðanakönnuninni, sem stóð yfir í sólarhring, lauk.

„Vox Populi, Vox Dei,“ bætti hann við á latínu, sem þýðir „raddir fólksins eru rödd Guðs“.

Meira en 15 milljónir Twitter-notenda tóku þátt í skoðanakönnuninni. 51,8 prósent voru fylgjandi endurkomu Trumps á miðilinn en 48,2% á móti.

Trump sagðist í gær ekki ætla að snúa aftur á Twitter þrátt fyrir jákvæða niðurstöðu könnunarinnar, heldur verður hann áfram á sínum eigin miðli, Truth Social.

mbl.is