Hætt eftir ásakanir um misnotkun á börnum

MeT­oo - #Ég líka | 24. nóvember 2022

Hætt eftir ásakanir um misnotkun á börnum

31 árs kona sem gegndi trúnaðarstörfum innan Samtakanna '78 lét nýverið af störfum í kjölfar alvarlegra ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum.

Hætt eftir ásakanir um misnotkun á börnum

MeT­oo - #Ég líka | 24. nóvember 2022

Konan er borin þungum sökum. Mynd úr safni.
Konan er borin þungum sökum. Mynd úr safni. mbl.is/Hari

31 árs kona sem gegndi trúnaðarstörfum innan Samtakanna '78 lét nýverið af störfum í kjölfar alvarlegra ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum.

31 árs kona sem gegndi trúnaðarstörfum innan Samtakanna '78 lét nýverið af störfum í kjölfar alvarlegra ásakana um kynferðislegt ofbeldi og áreitni gegn börnum.

Þetta staðfestir Álfur Birkir Bjarnason, formaður Samtakanna '78. Málið er komið á borð lögreglu.

14 ára börn deila skjáskotum

Skjáskot af samskiptum konunnar við börn undir lögaldri, allt niður í fjórtán ára, voru birt á samskiptamiðlinum TikTok og hafa í kjölfarið komið fram alvarlegar ásakanir á hendur henni.

„Svona mál fara í faglegt ferli eftir okkar aðgerðaáætlun gegn ofbeldi,“ segir Álfur í samtali við mbl.is. Hann kveðst ekki geta farið nánar yfir mál konunnar. 

Starfaði konan í Skarðshlíðarskóla í Hafnarfirði um hríð í septembermánuði en er ekki lengur þar við störf, af ástæðum sem þó lúta ekki að misnotkun gegn börnum, að sögn skólastjóra Skarðshlíðarskóla, Ingibjargar Magnúsdóttur.

mbl.is