Gleymi ekki þjáningum afganskra kvenna

Talíbanar í Afganistan | 29. nóvember 2022

Gleymi ekki þjáningum afganskra kvenna

Samtök afganskra kvenna hafa hvatt ráðherra frá Pakistan, sem heimsótti Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun, til að gleyma ekki þjáningum kvenna í landinu.

Gleymi ekki þjáningum afganskra kvenna

Talíbanar í Afganistan | 29. nóvember 2022

Hina Rabbani Khar (lengst til vinstri) ræðir við Amir Khan …
Hina Rabbani Khar (lengst til vinstri) ræðir við Amir Khan Muttaqi (annar frá hægri), utanríkisráðherra Afganistan. AFP

Samtök afganskra kvenna hafa hvatt ráðherra frá Pakistan, sem heimsótti Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun, til að gleyma ekki þjáningum kvenna í landinu.

Samtök afganskra kvenna hafa hvatt ráðherra frá Pakistan, sem heimsótti Kabúl, höfuðborg Afganistans í morgun, til að gleyma ekki þjáningum kvenna í landinu.

Hina Rabbani Khar, sem varð fyrsti kvenkyns ráðherra Pakistans árið 2011, er núna utanríkisráðherra landsins. Nokkrar vikur eru liðnar síðan talíbanar, sem fara með völd í Afganistan, bönnuðu konum í landinu að fara í almenningsgarða, á skemmtanir, í líkamsræktarstöðvar og almenningsböð.

Á föstudaginn sagði mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Afganistan að þessar nýjustu reglur talíbana sem er beint gegn konum og börnum gætu jafngilt „glæpum gegn mannkyninu“.

Óska eftir aðstoð

„Þú ert dæmi um þá stöðu sem konur njóta í nágrannalandi okkar,“ sagði í yfirlýsingu frá afgönsku kvennasamtökunum, sem eru fulltrúar ýmissa baráttuhópa fyrir auknum mannréttindum.

„Við vonum að þú notir heimsókn þína, ekki bara sem ráðherra heldur kona og sem múslímskur kvenleiðtogi til að styðja konurnar í Afganistan og efla samstöðu okkar.“

Samband Pakistans og talíbana er flókið. Stjórnvöld í Pakistan hafa lengi verið sökuð um að styðja strangtrúaða íslamista í Afganistan, jafnvel þótt þeir hafi stutt innrás undir stjórn Bandaríkjanna í Afganistan sem steypti þeim af stóli eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001.

Meira en milljón afganskra flóttamanna býr í Pakistan og átök hafa oft og á tíðum orðið á landamærum ríkjanna beggja.

mbl.is