Segir frá ástæðu kjaftshöggsins

Óskarsverðlaunin 2022 | 29. nóvember 2022

Segir frá ástæðu kjaftshöggsins

Bandaríski leikarinn Will Smith segir að uppsöfnuð reiði hafi verið ástæða þess að hann hljóp upp á svið þegar Óskarsverðlaunin voru afhent fyrr á þessu ári og rak Chris Rock löðrung. Hann segir það ekki afsaka framkomu sína, en útskýra hana þó.

Segir frá ástæðu kjaftshöggsins

Óskarsverðlaunin 2022 | 29. nóvember 2022

Will Smith segir uppsafnaða reiði hafa valdið því að hann …
Will Smith segir uppsafnaða reiði hafa valdið því að hann stormaði upp á svið og sló Chris Rock. AFP

Bandaríski leikarinn Will Smith segir að uppsöfnuð reiði hafi verið ástæða þess að hann hljóp upp á svið þegar Óskarsverðlaunin voru afhent fyrr á þessu ári og rak Chris Rock löðrung. Hann segir það ekki afsaka framkomu sína, en útskýra hana þó.

Bandaríski leikarinn Will Smith segir að uppsöfnuð reiði hafi verið ástæða þess að hann hljóp upp á svið þegar Óskarsverðlaunin voru afhent fyrr á þessu ári og rak Chris Rock löðrung. Hann segir það ekki afsaka framkomu sína, en útskýra hana þó.

Smith talaði í fyrsta skipti um löðrunginn við Trevor Noah í The Daily Show í gær. „Ég var að ganga í gegnum svolítið þetta kvöld, skilurðu mig?“ sagði leikarinn sem vann sín fyrstu Óskarsverðlaun seinna um kvöldið. 

„Þetta réttlætir ekki hegðun mína, alls ekki,“ sagði Smith og sagði að þetta hefði verið flókið og hann einfaldlega bara misst sig. Hljóp Smith upp á sviðið þegar Rock sagði brandara á kostnað eiginkonu Smith, Jödu Pinkett Smith. Gerði hann grín að því að hún hefði krúnurakað sig, en hún glímir við sjúkdóminn alopecia, sem veldur hármissi.

mbl.is