Laus við öll fyllingarefni úr andlitinu

Fegrunaraðgerðir | 30. nóvember 2022

Laus við öll fyllingarefni úr andlitinu

Áhrifavaldurinn Lottie Tomlinson birti nýverið mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hún sýndi afrakstur þess að láta leysa upp öll fyllingarefni í andliti sínu.

Laus við öll fyllingarefni úr andlitinu

Fegrunaraðgerðir | 30. nóvember 2022

Til vinstri má sjá breytinguna á áhrifavaldinum Lottie Tomlinson eftir …
Til vinstri má sjá breytinguna á áhrifavaldinum Lottie Tomlinson eftir að hún lét leysa upp öll fyllingarefni í andliti sínu. Samsett mynd

Áhrifavaldurinn Lottie Tomlinson birti nýverið mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hún sýndi afrakstur þess að láta leysa upp öll fyllingarefni í andliti sínu.

Áhrifavaldurinn Lottie Tomlinson birti nýverið mynd á Instagram-reikningi sínum þar sem hún sýndi afrakstur þess að láta leysa upp öll fyllingarefni í andliti sínu.

Tomlinson, sem er 24 ára gömul, hefur deilt ferlinu með fylgjendum sínum, en hún greindi fyrst frá því í byrjun nóvember að hún hefði hafið ferlið í von um „náttúrulegra“ útlit. 

„Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið“

Tomlinson hefur hlotið mikið lof á samfélagsmiðlum fyrir þá ákvörðun sína að segja skilið við fegrunaraðgerðir og taka sitt náttúrulega útlit í sátt. Í færslu sinni þakkaði hún snyrtistofunni sem sá um ferlið kærlega fyrir. 

„Takk fyrir að veita mér náttúrulega andlitið mitt aftur. Eftir að hafa verið með fyllingarefni í mörg ár ákvað ég að láta leysa þau upp. Þetta er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið,“ skrifaði áhrifavaldurinn við færsluna. 

View this post on Instagram

A post shared by LT 🍒 (@lottietomlinson)

Var kvíðin en spennt fyrir ferlinu

Til þess að leysa upp fyllingarefni er ensím sem kallast hayluronidase notað, en efnið brýtur fyllingarefnið niður og flýtir þar með fyrir upplausnarferlinu sem myndi annars eiga sér stað með tímanum. 

Tomlinson virðist alsæl með ákvörðun sína og óhætt að segja að hún geisli af gleði á nýjustu myndum sínum. Þegar hún hóf ferlið sagðist hún vera „kvíðin en spennt fyrir því að verða eðlilegri.“ 

mbl.is