„Þetta hefur nú bara verið eins og lygasaga. Við seldum allt upp án þess að auglýsa neitt,“ segir Erla Torfadóttir, hótelstjóri á Fosshóteli Húsavík.
„Þetta hefur nú bara verið eins og lygasaga. Við seldum allt upp án þess að auglýsa neitt,“ segir Erla Torfadóttir, hótelstjóri á Fosshóteli Húsavík.
„Þetta hefur nú bara verið eins og lygasaga. Við seldum allt upp án þess að auglýsa neitt,“ segir Erla Torfadóttir, hótelstjóri á Fosshóteli Húsavík.
Mikil ásókn er í jólahlaðborð á hótelinu í ár, svo mikil að færri komust að en vildu. Fyrsta jólahlaðborðið var 19. nóvember og stíf dagskrá er fram til 10. desember, en þá verður hótelinu lokað fram á vor. Alls eru jólahlaðborðin sjö talsins auk þess sem eldri borgarar á Húsavík fá sína veislu.
„Þetta eru á milli 1.200-1.300 manns sem mæta á hlaðborðin okkar í ár. Þegar mest var mættu 191 manns eitt kvöldið og salurinn tekur ekki fleiri,“ segir Erla en margir gestanna koma í bæinn yfir helgina og gista jafnvel á hótelinu. Fosshótel Húsavík er 110 herbergja hótel og hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. „Við höfum fengið marga íslenska ferðamenn síðustu ár. Þeir þekkja hótelið og þjónustuna. Við búum vel að því,“ segir Erla.
Hún segir aðspurð að fólk viti að hverju það gengur á jólahlaðborðunum, bragðgóðum mat sem er fallega uppsettur, frábærri þjónustu og góðu skipulagi. „Við höfum unnið hart að þessu. Hrólfur hefur verið kokkur hér síðan 2006 og hlaðborðin hafa verið stór síðustu ár, fyrir utan Covid-tímann auðvitað.“
Hrólfur sem hótelstjórinn vísar í er Hrólfur Jón Flosason, eiginmaður hennar og yfirkokkur á hótelinu. Ljóst má vera að gestum er ekki í kot vísað á hótelinu. Hrólfur og samstarfsfólk hans býður til sannkallaðrar veislu.
„Forréttirnir eru einna vinsælastir. Við erum með fjórar tegundir af laxi, heitreykta lúðu og lakkrísgrafinn elg svo dæmi séu tekin. Svo er Hrólfur með gæsabringur af fugli sem hann veiðir sjálfur. Þær taðreykir hann í reykkofanum hjá pabba. Hér er allt gert frá grunni og innan fjölskyldunnar, mjög heimilislegt,“ segir Erla, hæstánægð.