Stjórnvöld sýni einstaka skammsýni og vanþekkingu

Fiskeldi | 1. desember 2022

Stjórnvöld sýni einstaka skammsýni og vanþekkingu

Fyrirhuguð hækkun á fiskeldisgjaldi er óhófleg, illa undirbúin og fer þvert á gefin fyrirheit stjórnvalda um samráð við almenning og hagsmunaaðila. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir áform stjórnvalda lýsa skammsýni og vanþekkingu.

Stjórnvöld sýni einstaka skammsýni og vanþekkingu

Fiskeldi | 1. desember 2022

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir áform stjórnvalda um hækkun …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS, gagnrýnir áform stjórnvalda um hækkun fiskeldisfgjalds harðlega. Mbl/Árni Sæberg

Fyrirhuguð hækkun á fiskeldisgjaldi er óhófleg, illa undirbúin og fer þvert á gefin fyrirheit stjórnvalda um samráð við almenning og hagsmunaaðila. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir áform stjórnvalda lýsa skammsýni og vanþekkingu.

Fyrirhuguð hækkun á fiskeldisgjaldi er óhófleg, illa undirbúin og fer þvert á gefin fyrirheit stjórnvalda um samráð við almenning og hagsmunaaðila. Þetta er mat Heiðrúnar Lindar Marteinsdóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Hún segir áform stjórnvalda lýsa skammsýni og vanþekkingu.

„Gjaldtaka fyrir aðgang að náttúruauðlindum er eðlileg og allir þeir sem nýta hinar ýmsu auðlindir lands og sjávar eiga að greiða slíkt gjald. SFS hafa hins vegar gert alvarlegar athugasemdir við fyrirhugaða hækkun á fiskeldisgjaldi, enda gengur hún langt úr hófi fram,“ skrifar Heiðrún Lind í aðsendri grein sem nýverið var birt á Vísi.

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fiskeldinu á undanförnum …
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í fiskeldinu á undanförnum árum. mbl.is/Helgi Bjarnason

Þá segir hún „ekki síður alvarlegt hvernig staðið hefur verið að undirbúningi, mati á áhrifum og samráði við meðferð þess frumvarps sem boðar umrædda hækkun“. Vísar Heiðrún Lind til þess að engin áform um lagasetningu eða frumvarp hafi verið birt í samráðsgátt stjórnvalda, þvert á stefnu stjórnvalda þar um.

Ekki hefur heldur verið beðið eftir niðurstöðu skýrslu um stöðu eldisgreina sem Boston Consulting Group fær 90 milljónir króna fyrir að vinna fyrir Matvælaráðuneytið. Sú vinna snýr meðal annars að því að greina gjaldtöku og rekstrarskilyrði fiskeldis. Í ljósi þess að skýrslan sé enn í vinnslu segir Heiðrún Lind það „óskiljanlegt af hverju farið er fram með jafn umfangsmikla gjaldhækkunartillögu á þessu stigi.“

Spyr hún hvort „fyrirhuguð skýrsla og stefnumótun um gjaldtöku af fiskeldi og samráð sem viðhaft hefur verið við þá vinnu þá aðeins til málamynda?“

Fíflast með fólk og fyrirtæki

Í greininni er bent á að íslensk stjórnvöld hafi lagt á það mikla áherslu að fjölga stoðum hagkerfisins með fjölbreyttari útflutningsgreinum til að tryggja verðmætasköpun og lífskjör.

„Uppbygging fiskeldis hefur þar skipt sköpum. Atvinnugreinin er þó fjarri því að vera komin í var og áskoranirnar eru margar. Það lýsir þess vegna einstakri skammsýni og víðtækum skorti á þekkingu á viðkvæmri stöðu greinarinnar þegar stjórnvöld ganga fram með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Það sem verra er, að hin neikvæðu áhrif óhóflegrar skattahækkunar munu færa okkur fjær markmiðinu um trausta og fjölbreytta verðmætasköpun. Það er fíflast með fólk, fyrirtæki og samfélög á landsbyggðinni sem treysta á þessa mikilvægu atvinnuuppbyggingu,“ skrifar Heiðrún Lind.

mbl.is