Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

Uppskriftir | 1. desember 2022

Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

Fagurkerinn og athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir galdrar hér fram súpu sem er í senn afar einföld og bragðgóð! Ein af þessum súpum sem allir í fjölskyldunni elska og þá ekki síst krakkarnir!

Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

Uppskriftir | 1. desember 2022

Sylvía Briem
Sylvía Briem

Fagurkerinn og athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir galdrar hér fram súpu sem er í senn afar einföld og bragðgóð! Ein af þessum súpum sem allir í fjölskyldunni elska og þá ekki síst krakkarnir!

Fagurkerinn og athafnakonan Sylvía Briem Friðjónsdóttir galdrar hér fram súpu sem er í senn afar einföld og bragðgóð! Ein af þessum súpum sem allir í fjölskyldunni elska og þá ekki síst krakkarnir!

Súpan sem allir í fjöskyldunni elska

  • 1 poki af gulrótum 
  • 1 gulur laukur
  • ½ sæt karftafla
  • Engifer eftir smekk 
  • 3 rif hvítlaukur 
  • 1 dós kókosrjómi 
  • Knorr grænmetisteningur
  • Knorr kjúklingateningur

Aðferð:

  1. Skolið gulræturnar og skerið í bita. Afhýðið kartöfluna og skerið í smærri bita. Skerið laukinn í 3-4 stóra bita. 
  2. Setjið svo gulræturnar, sætu kartöfluna, laukinn, engiferið og hvítlauksrifin í gufusoðspott og leyfi grænmetinu að verða mjúkt. Gulræturnar eru oftast síðastar til að verða mjúkar og er því gott að miða við þær.
  3. Þegar grænmetið er mjúkt skal setja það í blandara eða matvinnsluvél með smá heitu vatni úr gufusoðspottinum. Bætið Knorr teningunum út í.
  4. Blandið súpuna þannig að hún verði alveg silkimjúk. Það má setja eins mikið vatn og ykkur þykir gott, okkur fjölskyldunni finnst gott að hafa súpuna smá þykka. Ég miða kannski við að setja þrjá stóra bolla af vatninu. Það er svo alltaf hægt að bæta meira vatni við eftir á.
  5. Þegar það er búið að blanda súpuna skal setja hana aftur í pott og bæta við einni dós af kókosrjóma. Kryddið svo með salti og pipar og smakkið til.
  6. Það er frábært að bjóða upp á gott súrdeigsbrauð, hvítlauks -nanbrauð eða hvítlauksbrauð með. 
mbl.is