Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Jón Baldvin Hannibalsson | 2. desember 2022

Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Landsréttur tekur fram í dómsúrskurði sínum að ekkert haldbært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Carmen Jóhannsdóttir eða móðir hennar hafi borið þungan hug til ákærða eða viljað honum illt. 

Ekki viljað Jóni Baldvini illt

Jón Baldvin Hannibalsson | 2. desember 2022

Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin …
Jón Baldvin ásamt lögmanni sínum, Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni. Jón Baldvin var sakfelldur í Landsrétti í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Landsréttur tekur fram í dómsúrskurði sínum að ekkert haldbært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Carmen Jóhannsdóttir eða móðir hennar hafi borið þungan hug til ákærða eða viljað honum illt. 

Landsréttur tekur fram í dómsúrskurði sínum að ekkert haldbært hafi komið fram, sem með réttu verður talið benda til þess að Carmen Jóhannsdóttir eða móðir hennar hafi borið þungan hug til ákærða eða viljað honum illt. 

Á þessu var meðal annars byggt þegar Landsréttur sakfelldi Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og sendiherra, fyrir kynferðisbrot gegn Carmen Jóhannsdóttur á heimili Jóns Baldvins í Salobreña á Spáni. Litið var til þess að Carmen hefði ekkert þekkt Jón Baldvin áður en atvikið, sem dómurinn tók afstöðu til, gerðist.

Ákæruvaldið var talið hafa fært á það sönnur með trúverðugum framburði brotaþola og móður hennar gegn neitun Jóns Baldvins. Móðir brotaþolans gaf viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti.

Fjöldi stroka ekki talinn skipta máli

Í héraðsdómi var framburður Carmenar og vitna sem tóku undir hennar málstað talinn óstöðugur, meðal annars vegna þess að hún gat ekki sagt hve oft Jón strauk upp og niður bakhluta hennar og nákvæma tímasetningu atviksins.

Landsréttur gefur lítið fyrir þær málsástæður og segir í úrlausn dómsins: „Ekki þykir heldur draga úr sönnunargildi framburðar brotaþola að hún hafi ekki með vissu getað borið um nákvæman fjölda stroka ákærða.“

Brotaþoli og móðir staðfastar í framburði

Þá er einnig sagt að ekki verði dregnar sérstakar ályktanir vegna trúverðugleika Jóns og vitnanna, enda sé um að ræða hversdagslega hluti sem allur gangur sé á hvort fólk veiti athygli og festi sér í minni. 

Taldi Landsréttur brotaþola og móður hennar hafa frá upphafi verið staðfastar í framburði sínum um að Jón Baldvin hefði strokið upp og niður bakhluta Carmenar. Framburður vitna sem sögðust ekki hafa séð atvikið var ekki talinn með réttu metin svo að í honum fælist að útilokað væri að Jón Baldvin hefði sýnt af sér háttsemina.

Jón Baldvin hyggst sækja um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar.

mbl.is