Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þrýsti á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að sækjast eftir diplómatískri lausn til að ljúka stríðinu í Úkraínu. Leiðtogarnir töluðust við í síma og hvatti Scholz Pútín til að draga hermenn sína til baka.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þrýsti á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að sækjast eftir diplómatískri lausn til að ljúka stríðinu í Úkraínu. Leiðtogarnir töluðust við í síma og hvatti Scholz Pútín til að draga hermenn sína til baka.
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, þrýsti á Vladimír Pútín Rússlandsforseta að sækjast eftir diplómatískri lausn til að ljúka stríðinu í Úkraínu. Leiðtogarnir töluðust við í síma og hvatti Scholz Pútín til að draga hermenn sína til baka.
„Kanslarinn hvatti rússneska forsetann til að komast að diplómatískri lausn sem fyrst, og í því felst að draga hermenn hans til baka,“ sagði Steffen Hebestreit, talsmaður kanslarans, eftir klukkustundar langan símafund leiðtoganna í dag.
Þá fordæmdi Scholz árásir Rússa á borgaralega innviði í Úkraínu og ítrekaði hernaðarlegan stuðning Þjóðverja við Úkraínumenn.
Leiðtogarnir ræddu einnig um fæðuöryggi í heiminum og samþykktu að vera áfram í sambandi að sögn Hebestreit.
Síðast töluðu leiðtogarnir saman í síma í september en þá hvatti Scholz Pútín einnig til að semja um frið.