„Gríðarlega erfiðar kjaraviðræður“

Kjaraviðræður | 3. desember 2022

„Gríðarlega erfiðar kjaraviðræður“

„Ég er bara mjög stoltur og ánægður eftir gríðarlega erfiðar kjaraviðræður,“ segir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS), í samtali við mbl.is eftir undirritun kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu síðdegis.

„Gríðarlega erfiðar kjaraviðræður“

Kjaraviðræður | 3. desember 2022

Vilhjálmur Birgisson, Hjördís Sigurþórsdóttir og Björn Snæbjörnsson fulltrúar SGS.
Vilhjálmur Birgisson, Hjördís Sigurþórsdóttir og Björn Snæbjörnsson fulltrúar SGS. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er bara mjög stoltur og ánægður eftir gríðarlega erfiðar kjaraviðræður,“ segir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS), í samtali við mbl.is eftir undirritun kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu síðdegis.

„Ég er bara mjög stoltur og ánægður eftir gríðarlega erfiðar kjaraviðræður,“ segir Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS), í samtali við mbl.is eftir undirritun kjarasamnings við Samtök atvinnulífsins (SA) í Karphúsinu síðdegis.

„Maður gekk héðan út úr húsi klukkan eitt í nótt – að hafa núna náð að klára þetta. Meginástæðan fyrir því að ég er ánægður með það er að okkur tókst að láta nýjan kjarasamning taka við af þeim eldri sem hefur aldrei gerst í þessi 20 ár sem ég hef verið formaður í stéttarfélagi, og í því eru fólgin gæði,“ segir hann. 

Vilhjálmur segir að það liggi fyrir að samningurinn sé einungis til skammtíma en hann gildir til 31. janúar 2024. 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, …
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari, Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Guðbjörg Kristmundsdóttir, varaformaður SGS, skrifuðu undir kjarasamning síðdegis í dag. Ljósmynd/Samtök atvinnulífsins

Launahækkanirnar skili sér fyrir áramót

„Samningurinn er að skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Við erum að laga hér launatöflur þeirra sem að eru á lökustu kjörunum um allt að 52 þúsund krónur á mánuði. Við erum að hækka hér bónusgreiðslur í fiskvinnslu um 8%, sem að skilar í sumum tilfellum launahækkunum upp á tæpar 60 þúsund og alveg upp í 80% þúsund krónur á mánuði. 

Þannig að ég er gríðarlega stoltur af því að okkur hafi tekist þetta og verð ánægður að koma þessum launahækkunum – ef að kjarasamningurinn verður samþykktur – til okkar félagsmanna fyrir áramót,“ segir hann. 

Eilífðar verkefni 

Nú tek­ur við kynn­ing og at­kvæðagreiðsla um samn­ing­inn meðal fé­lags­manna. Til­kynnt verður um af­greiðslu samn­ings­ins eigi síðar en mánu­dag­inn 19. des­em­ber. 

„Það er mikilvægt að það komi skýrt fram að þetta er kjarasamningur sem gildir í rétt rúmt ár. Sem að þýðir það að við verðum sest aftur að samningsborðinu innan nokkra mánaða. Þannig að núna er ekkert annað heldur en að halda áfram þessari vinnu, því að kjarasamningsgerð og barátta fyrir bættum kjörum verkafólks á íslenskum vinnumarkaði er barátta sem aldrei lýkur. Það er eilífðar verkefni. En núna er þessari lotu búið og þessi samningur gildir í rétt rúmt ár og síðan setjumst við aftur að í byrjun september,“ segir Vilhjálmur. 

Hann nefnir að fulltrúar frá mörgum stór fyrirtækjum hafi verið við undirritun samningsins í dag fyrir hönd SA. 

„Ég biðlaði til þessara aðila að sýna hófsemd í formi verðlagshækanna og sitja á sér. Ég biðlaði til bankanna um að halda af sér varðandi vaxtakjör og annað slíkt. Því það er alveg ljóst að þessir aðilar geti ekki ætlast til þess að launafólk á íslenskum vinnumarkaði eitt og sér axli sína ábyrgð ef þeir ætli ekki að gera það líka. Því ef þeir ekki gera það þá fer illa fyrir okkur öllum,“ segir Vilhjálmur að lokum.

mbl.is