Upplifðu ævintýralegan desembermánuð

Föndur og afþreying | 4. desember 2022

Upplifðu ævintýralegan desembermánuð

Nú þegar desembermánuður er genginn í garð er gott að staldra við og minna sig á hvað skiptir okkur í raun og veru máli þegar öllu er á botninn hvolft. Í öllum hraðanum og spennunni sem einkennir samfélag okkar í dag er mikilvægt að við gleymum því ekki að njóta samverustunda með fólkinu okkar, en í desember er einmitt mikið framboð af skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. 

Upplifðu ævintýralegan desembermánuð

Föndur og afþreying | 4. desember 2022

Samsett mynd

Nú þegar des­em­ber­mánuður er geng­inn í garð er gott að staldra við og minna sig á hvað skipt­ir okk­ur í raun og veru máli þegar öllu er á botn­inn hvolft. Í öll­um hraðanum og spenn­unni sem ein­kenn­ir sam­fé­lag okk­ar í dag er mik­il­vægt að við gleym­um því ekki að njóta sam­veru­stunda með fólk­inu okk­ar, en í des­em­ber er ein­mitt mikið fram­boð af skemmti­legri afþrey­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. 

Nú þegar des­em­ber­mánuður er geng­inn í garð er gott að staldra við og minna sig á hvað skipt­ir okk­ur í raun og veru máli þegar öllu er á botn­inn hvolft. Í öll­um hraðanum og spenn­unni sem ein­kenn­ir sam­fé­lag okk­ar í dag er mik­il­vægt að við gleym­um því ekki að njóta sam­veru­stunda með fólk­inu okk­ar, en í des­em­ber er ein­mitt mikið fram­boð af skemmti­legri afþrey­ingu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. 

Það er því al­gjör óþarfi að vera hug­myndasnauður í des­em­ber, en barna­vef­ur­inn tók sam­an nokkr­ar skemmti­leg­ar hug­mynd­ir sem gætu glatt lít­il sem stór hjörtu yfir hátíðirn­ar. 

Skreyta sam­an

Þegar jóla­skrautið fær loks­ins að fara upp fær­ist mik­ill gleðisvip­ur yfir land­ann, enda lýsa jóla­ljós­in upp myrk­ustu mánuðina og gera þá bæri­legri. Það er skemmti­leg fjöl­skyld­u­stund að gera sér ferð sam­an og ná í jóla­tré og skreyta það svo hátt og lágt með fal­legu jóla­skrauti.

Ljós­mynd/​Pex­els/​Cott­on­bro Studio

Útivera

Nátt­úr­an er fyr­ir­taks leik­völl­ur fyr­ir fólk á öll­um aldri, en í des­em­ber er til­valið að skella sér út og fara á vélsleða, skíði, búa til snjó­karl eða fara í göngu­túr og skoða jóla­ljós­in í hverf­inu. Þá þykir börn­um einnig mikið sport að fá að fara í göngu­túr í myrkr­inu með vasa­ljós. 

Skauta­svellið á Ing­ólf­s­torgi hef­ur verið sett upp, en þar er mik­il jóla­stemn­ing fram að ára­mót­um og skemmti­leg afþrey­ing í boði. Í des­em­ber verða líka opnaðir ýms­ir jóla­markaðir sem gam­an er að kíkja á með börn­in. 

Ljós­mynd/​Pex­els/​Cott­on­bro Studio

Jóla­fönd­ur

Það er mik­il skemmt­un að setj­ast niður sam­an og leyfa sköp­un­ar­gleðinni að njóta sín í jóla­föndri. Í föndri eru enda­laus­ir mögu­leik­ar, en dæmi um jóla­fönd­ur er til dæm­is að mála köngla, búa til jóla­kort, búa til jóla­skraut úr trölla­deigi, lita jóla­mynd­ir, perla og föndra jóla­gjaf­ir svo eitt­hvað sé nefnt. 

Jóla­ferð á bóka­safnið 

Bóka­söfn lands­ins breyt­ast í töfr­andi jóla­heim fyr­ir börn­in í des­em­ber, en á mörg­um stöðum er skemmti­leg dag­skrá í boði. Á Borg­ar­bóka­safn­inu verður til dæm­is boðið upp á barna­bóka­ball, fönd­ur­stund­ir og sam­söng svo eitt­hvað sé nefnt. 

Ljós­mynd/​Pex­els/​Марина Вотинцева

Baka og skreyta pip­ar­kök­ur

Pip­ar­kök­ur eru ómiss­andi hluti af jól­un­um að mati margra, en það að skreyta pip­ar­kök­ur og pip­ar­köku­hús er mik­il skemmt­un og gæðasam­veru­stund fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Þá er einnig gam­an að baka sam­an jóla­smá­kök­ur og ómiss­andi að út­búa al­vöru heitt kakó með rjóma. 

Ljós­mynd/​Pex­els/​Cott­on­bro Studio
mbl.is