Lísa Kristjánsdóttir var nýhætt sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hún hitti Arndísi Kristjánsdóttur óvænt í jarðarför. Á þessum tímapunkti langaði hana lítið að fara aftur að vinna á skrifstofu. Hún vildi skapa eitthvað, búa eitthvað til. Þá tók lífið óvænta stefnu. Arndís var líka svolítið í lausu lofti því hún hafði tekið húsnæði á leigu og vildi opna kaffihús en það voru nokkrir vankantar á því. Á dögunum opnuðu þær kaffihúsið og vínstofuna Kramber.
Lísa Kristjánsdóttir var nýhætt sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hún hitti Arndísi Kristjánsdóttur óvænt í jarðarför. Á þessum tímapunkti langaði hana lítið að fara aftur að vinna á skrifstofu. Hún vildi skapa eitthvað, búa eitthvað til. Þá tók lífið óvænta stefnu. Arndís var líka svolítið í lausu lofti því hún hafði tekið húsnæði á leigu og vildi opna kaffihús en það voru nokkrir vankantar á því. Á dögunum opnuðu þær kaffihúsið og vínstofuna Kramber.
Lísa Kristjánsdóttir var nýhætt sem aðstoðarmaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra þegar hún hitti Arndísi Kristjánsdóttur óvænt í jarðarför. Á þessum tímapunkti langaði hana lítið að fara aftur að vinna á skrifstofu. Hún vildi skapa eitthvað, búa eitthvað til. Þá tók lífið óvænta stefnu. Arndís var líka svolítið í lausu lofti því hún hafði tekið húsnæði á leigu og vildi opna kaffihús en það voru nokkrir vankantar á því. Á dögunum opnuðu þær kaffihúsið og vínstofuna Kramber.
„Ég kann ekki neitt inn á matseld. Ég get drukkið en ég get ekki eldað mat. Það var því ákveðið áhættuatriði að ætla að vera með kaffihús,“ segir Arndís. Hún er lögfræðingur og starfaði í fjármálaráðuneytinu áður en hún ákvað að fara að vinna með tengdamóður sinni, Hafdísi Árnadóttur, stofnanda Kramhússins. Kaffihúsið er tengt Kramhúsinu og orkunni sem ríkir þar.
„Mig langaði ekki aftur að fara inn á skrifstofu. Ég hef tekið nokkur svona verkefni að búa eitthvað til,“ segir Lísa sem er áhugamanneskja um matseld. Þær Lísa og Arndís eru því svolítið eins og dagur og nóttin en það sem sameinar þær er að þær hafa áhuga á lífinu. Þær sækja í að gera skemmtilega hluti og vildu skapa stað þar sem fólk nyti sín, liði vel og fengi góðar veigar.
Arndís og Lísa ætluðu að opna Kramber í byrjun sumars en það tók örlítið lengri tíma en þær bjuggust við. Þegar þær héldu að þær væru alveg að fara að opna staðinn stofnuðu þær Instagram-reikning með skýr markmið.
„Við ætlum að vera ofsalega miðaldra smáhrifavaldar,“ segir Lísa og hlær.
Ragna Sif Þórsdóttir hannaði Kramber og þótt það hafi vissulega margt verið keypt nýtt inn á staðinn þá var líka margt endurnýtt. Barinn og hillurnar og fleira inni á staðnum var smíðað upp úr gömlum innréttingum sem keyptar voru á nytjamörkuðum en eins og sást í síðasta Heimilislífsþætti þá hefur Ragna Sif næmt auga fyrir dóti sem enginn annar vill eiga.