Ummæli borgarstjóra „dæmigert lýðskrum“

Ummæli borgarstjóra „dæmigert lýðskrum“

„Ummæli borgarstjóra eru auðvitað dæmigert lýðskrum,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrr í dag þar sem hann sagði breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins vera sýndarmennska. 

Ummæli borgarstjóra „dæmigert lýðskrum“

Fjárhagsörðugleikar Reykjavíkurborgar | 6. desember 2022

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrir fund borgarstjórnar sem hófst á …
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, fyrir fund borgarstjórnar sem hófst á hádegi í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ummæli borgarstjóra eru auðvitað dæmigert lýðskrum,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrr í dag þar sem hann sagði breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins vera sýndarmennska. 

„Ummæli borgarstjóra eru auðvitað dæmigert lýðskrum,“ segir Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is um ummæli Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrr í dag þar sem hann sagði breytingartillögur Sjálfstæðisflokksins vera sýndarmennska. 

Flokkurinn leggur til breytingar á fjárhagsáætlun fyrir 2023 sem spari að minnsta kosti 7.235 milljónir króna. 

Hún segir að niðurskurðurinn beinist ekki að framlínustörfum né grunnþjónustu.

„Sýndarmennskan og lýðskrumið felst í orðum borgarstjóra að halda þessu í sífellu fram, vitandi betur,“ segir Hildur og á þar við orð borgarstjóra um að Sjálfstæðisflokkurinn telji að hægt sé að fækka starfs­fólki borg­ar­inn­ar um 5%, án þess að það bitni á þjón­ustu við fatlað fólk, leik­skóla­börn og grunn­skóla­börn. 

Það er bara al­gjört óraun­sæi, al­gjört óraun­sæi,“ sagði Dagur í samtali við mbl.is fyrr í dag. 

5% ekki einu sinni ríflegt 

Hildur segir að aðalatriðið sé að skera niður í yfirbyggingunni. „Þar eru rúm tækifæri og 5% er ekki einu sinni ríflegt, í því tilliti.“ 

Staðreyndin er sú að síðastliðin fimm ár hefur borgarstarfsmönnum fjölgað um 25% meðan íbúum hefur aðeins fjölgað um 10%. Samhliða hefur Reykjavíkurborg leitt launahækkanir í landinu síðustu ár. Þetta er óæskileg og ósjálfbær þróun. Tillögur okkar miða að því að verja framlínustörf og grunnþjónustu borgarinnar, það er algjörlega skýrt. Tækifærin liggja í yfirbyggingunni.

Hún bendir á gagnrýni leikskólastjórnenda sem birtist fyrir helgi. 

Þar kom fram að kostnaður við yfirbyggingu skóla- og frístundamála samsvari 10% af framlögum til leikskólamála. Þannig sé 1,5 milljarði varið í 72 störf á fagsviði skólamála, til samanburðar við 2000 störf á leikskólunum. Þessi einfalda tölfræði gefur til kynna að meðallaun í yfirbyggingu borgarinnar séu umtæplega tvöföld meðallaun þeirra sem sinna grunnþjónustu leikskólanna, gróft reiknað. Þetta er skekkjan sem við erum að benda á, þarna liggja tækifærin.“

Borgarstjóri neikvæður í garð tillagnanna

Spurð hvort hún geri ráð fyrir að breytingartillögurnar verði samþykktar segist Hildur óviss. 

„Borgarstjóri setti nú tóninn í upphafi fundar og virtist fremur neikvæður í garð allra okkar tillagna, nema kannski þeirrar að selja sumarbústað borgarstjórnar, en það er nú minnsta tillagan.“

Frá fundi borg­ar­stjórn­ar í dag. Meðal ann­ars verður fjár­hags­áætl­un fyr­ir …
Frá fundi borg­ar­stjórn­ar í dag. Meðal ann­ars verður fjár­hags­áætl­un fyr­ir árið 2023 rædd. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hún segir að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi legið yfir mörgum tillögum meirihlutans síðustu daga. 

„Við munum samþykkja einhverjar en hafna öðrum. Við samþykkjum aðallega þær sem snúa að hagræðingu í rekstrinum. Við sjáum því miður ekki tillögur sem taka á yfirbyggingunni sem slíkri, en við munum hafna tillögum sem snúa að því að skera niður í grunnþjónustu,“ segir Hildur og nefnir tillögur um að skera niður í matarkostnaði leikskólabarna, stytta opnunartíma félagsmiðstöðva og loka starfsemi Sigluness. 

„Það er verið að skera niður talsvert í þjónustu við börn og því getum við ekki samsinnt þegar tækifærin eru svo mörg til að minnka yfirbygginguna.“

mbl.is