Fyrsta opinbera aftakan í tengslum við mótmælin í Íran fór fram í morgun þegar Mohsen Shekari var hengdur. Mótmælandinn var sakaður um að hafa hamlað umferð um aðalgötu höfuðborgarinnar Teheran og stungið liðsmann Basij-hersveitanna með eggvopni.
Fyrsta opinbera aftakan í tengslum við mótmælin í Íran fór fram í morgun þegar Mohsen Shekari var hengdur. Mótmælandinn var sakaður um að hafa hamlað umferð um aðalgötu höfuðborgarinnar Teheran og stungið liðsmann Basij-hersveitanna með eggvopni.
Fyrsta opinbera aftakan í tengslum við mótmælin í Íran fór fram í morgun þegar Mohsen Shekari var hengdur. Mótmælandinn var sakaður um að hafa hamlað umferð um aðalgötu höfuðborgarinnar Teheran og stungið liðsmann Basij-hersveitanna með eggvopni.
Var hann í kjölfarið sakfelldur fyrir fjandskap gegn Guði af byltingardómstólnum í Íran. Aðgerðasinni segir dóminn yfir Shekari hafa verið kveðinn upp eftir sýndarréttarhöld og að málsmeðferðin hafi ekki farið fram í samræmi við lög.
Mahmood Amiry-Moghaddam, forstjóri íranskra mannréttindasamtaka sem eru staðsett í Noregi, segir að yfirvöld í Íran gætu gripið til daglegra aftaka ef alþjóðasamfélagið grípur ekki inn í með hröðum og árangursríkum þvingunum.
Ellefu hafa verið dæmd til dauða í tengslum við mótmælin sem hófust eftir að 22 ára gömul kona, að nafni Mahsa Amini, lést í haldi lögreglunnar.
Talið er að hún hafi látist af völdum ofbeldis lögreglu, en hún var handtekin fyrir meint brot á lögum um höfuðslæður kvenna þar sem hárlokkur hennar stóð út undan slæðunni.
Fleiri en 200 hafa látið lífið í mótmælunum og þúsundir hafa verið fangelsaðar.