Svona gerir þú bestu brúnuðu kartöflurnar

Uppskriftir | 9. desember 2022

Svona gerir þú bestu brúnuðu kartöflurnar

Menn hafa misjafnar aðferðir við að brúna kartöflurnar og er lykilatriðið þar algjörlega að nota nóg af smjöri og sykri. Sumir nota jafnvel kók en hér er á ferðinni uppskrift sem ætti að æra óstöðugan. Hér eru rjómatöggur frá Nóa Síríus í aðalhlutverki en karmellubragðið tekur kartöflurnar upp á næsta stig!

Svona gerir þú bestu brúnuðu kartöflurnar

Uppskriftir | 9. desember 2022

Ljúffengar brúnaðar kartöflur í karamellugljáa.
Ljúffengar brúnaðar kartöflur í karamellugljáa. mbl.is/Kristinn Magnússon

Menn hafa misjafnar aðferðir við að brúna kartöflurnar og er lykilatriðið þar algjörlega að nota nóg af smjöri og sykri. Sumir nota jafnvel kók en hér er á ferðinni uppskrift sem ætti að æra óstöðugan. Hér eru rjómatöggur frá Nóa Síríus í aðalhlutverki en karmellubragðið tekur kartöflurnar upp á næsta stig!

Menn hafa misjafnar aðferðir við að brúna kartöflurnar og er lykilatriðið þar algjörlega að nota nóg af smjöri og sykri. Sumir nota jafnvel kók en hér er á ferðinni uppskrift sem ætti að æra óstöðugan. Hér eru rjómatöggur frá Nóa Síríus í aðalhlutverki en karmellubragðið tekur kartöflurnar upp á næsta stig!

Karamellukartöflur sem aldrei klikka

  • 500 g kartöflur
  • 200 g rjómatöggur frá Nóa
  • 1,5 dl mjólk
  • 50 g smjör

Aðferð:

  1. Kartöflur annað hvort soðnar eða skolaðar ef notaðar er forsoðnar kartöflur.
  2. Í potti á vægum hita eru karamellurnar og mjólkin bræddar saman. Þegar blandan er orðin kekkjalaus er smjörinu bætt út í og hrært þar til allt er orðið samlagað.
  3. Að lokum er kartöflunum bætt út í og leyft að draga aðeins í sig karamellusósuna áður en þær eru bornar fram.

 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is