Helgi Vilhjálmsson, oft kallaður Helgi í Góu, hefur sent út tilkynningu til fjölmiðla vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt starfsmann fyrirtækis síns.
Helgi Vilhjálmsson, oft kallaður Helgi í Góu, hefur sent út tilkynningu til fjölmiðla vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt starfsmann fyrirtækis síns.
Helgi Vilhjálmsson, oft kallaður Helgi í Góu, hefur sent út tilkynningu til fjölmiðla vegna ásakana um að hafa kynferðislega áreitt starfsmann fyrirtækis síns.
Tilkynningin er aðeins tvær málsgreinar en samkvæmt því sem mbl.is hefur fengið staðfest er hún orðrétt svar Helga við spurningum Stundarinnar um það hvort hann gangist við kynferðislegri áreitni, þ.e. hvort hann hafi áreitt Katrínu Lóu Kristrúnardóttur:
„Ég vil biðja Katrínu Lóu afsökunar. Ég gerði mistök í þessum samskiptum og sé eftir því.“
Helgi er erlendis og hefur verið að minnsta kosti síðan grein Stundarinnar kom út og er því víst að Helgi hefur ekki beðið Katrínu afsökunar í eigin persónu frá því greinin kom út.
Katrín Lóa sagði sögu sína í þættinum Eigin konur, hlaðvarpi Eddu Falak. Hún segir Helga hafa ítrekað áreitt sig kynferðislega eftir að hann lánaði henni fimm milljónir króna upp í útborgun á íbúð.